Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2 12. apríl 2010 19:09 Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira