Íslenskir leikarar í Hollywood 15. apríl 2010 07:00 Anita Briem var þrusuflott í hasarnum í miðju jarðar. Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg Lífið Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Fleiri fréttir Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Sjá meira
Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg
Lífið Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Fleiri fréttir Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Sjá meira