Körfubolti

Grindavík búið að vinna þrjá leiki í röð í Hólminum - leikur 2 í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfell skýtur yfir Grindvíkinginn Darrel Flake í bikaúrslitaleiknum á dögunum.
Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfell skýtur yfir Grindvíkinginn Darrel Flake í bikaúrslitaleiknum á dögunum. Mynd/Daníel
Grindvíkingar berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla þegar þeir sækja Snæfell heim í Fjárhúsið í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell vann fyrsta leikinn 1-0 í Grindavík og getur því komist í undanúrslit með sigri í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15.

Grindvíkingar sækja örugglega sjálfstraust í þá staðreynd að liðið er búið að vinna þrjá leiki í röð í Stykkishólmi, 10 stiga sigur í deildarleik liðanna fyrir nokkrum vikum og svo báða leiki liðanna í úrslitakeppninni í fyrra sem voru spilaðir fyrir vestan.

Síðustu leikir Grindavíkur í Fjárhúsinu í Stykkishólmi:

12. mars 2010 Snæfell-Grindavík 88-98

(Stigahæstir: Sean Burton 24 - Páll Axel Vilbergsson 24, Arnar Freyr Jónsson 20)

31. mars 2009 Snæfell-Grindavík 75-85

(Stigahæstir: Lucious Wagner 21 - Nick Bradford 23)

25. mars 2009 Snæfell-Grindavík 81-84

(Stigahæstir: Sigurður Þorvaldsson 27 - Brenton Birmingham 23)

1. mars 2009 Snæfell-Grindavík 89-88

(Stigahæstir: Lucious Wagner 22, Sigurður Þorvaldsson 20 - Brenton Birmingham 48 )






Fleiri fréttir

Sjá meira


×