Viðskipti innlent

Gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu ef Icesave leysist ekki

John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingins segir að það verði að nást niðurstaða í Icesave málinu. Ef slíkt niðurstaða næst ekki hefði það gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu.

Þessi orð lét McFall falla í umræðuþætti á BBC í gærkvöldi þar sem Icesave-málið var til umfjöllunnar. McFall er á þeirri skoðun að bráðnauðsynlegt sé að leysa málið og þá í samvinnu við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. „Við verðum að ná saman um þetta mál," segir McFall

McFall náði ekki að greinar nánar frá því hverjar hinar gífurlegu afleiðingar (implications are enormous) eru þar sem orðin féllu í blálokin á þættinum.

Fyrr í þættinum kom fram sú skoðun hjá McFall að Íslendingar væru í miklum vandræðum ef þeir stæðu ekki við skuldbindingar sínar.

Aðspurður um afhverju Íslendingar ættu að borga segir McFall að bæði Alþingi og íslenska ríkisstjórnin hafi fallist á samkomulag um að greiða þessa skuld. „Spurningin sem Íslendingar þurfa að spyrja sig hér er hvort þeir vilji starfa áfram innan alþjóðahagkerfisins eða hvort þeir vilji sitja fastir í djúpri, djúpri mýri" segir McFall.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×