55 þúsund á íslenskar myndir 23. október 2010 14:00 vinsælir 35 þúsund miðar hafa selst á barnamyndina Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið.fréttablaðið/stefán Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu. Um 35 þúsund manns hafa séð Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar, sem er fyrsta íslenska þrívíddarmyndin. Hún var frumsýnd 10. september og er orðin þriðja vinsælasta mynd ársins hjá Sambíóunum á eftir Inception og Toy Story 3 3D. Um átta þúsund áhorfendur hafa séð kvikmyndina Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Hún var frumsýnd 2. október og byggir á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar. Hún fjallar um sjö manneskjur um borð í skipi sem rekur vélarvana á meðan stormur nálgast. Um sjö þúsund manns hafa borgað sig inn á Óróa, sem var frumsýnd tveimur vikum á eftir Brimi. Baldvin Z leikstýrði myndinni, sem hefur fengið sérlega góða dóma, og þykja hinir ungu aðalleikarar standa sig einkar vel í sínum hlutverkum. Kvikmyndin Sumarlandið var frumsýnd 17. september og um 5.000 manns hafa séð hana. Rétt eins og Órói Baldvins er hún fyrsta mynd leikstjórans, Gríms Hákonarsonar, í fullri lengd og fjallar um fjölskyldu sem hefur lífsviðurværi sitt af álfatengdri ferðaþjónustu og miðilsfundum.- fb Lífið Menning Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
Um fimmtíu og fimm þúsund miðar hafa selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið sýndar hér á landi að undanförnu. Um 35 þúsund manns hafa séð Algjöran Sveppa og dularfulla hótelherbergið í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar, sem er fyrsta íslenska þrívíddarmyndin. Hún var frumsýnd 10. september og er orðin þriðja vinsælasta mynd ársins hjá Sambíóunum á eftir Inception og Toy Story 3 3D. Um átta þúsund áhorfendur hafa séð kvikmyndina Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Hún var frumsýnd 2. október og byggir á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar. Hún fjallar um sjö manneskjur um borð í skipi sem rekur vélarvana á meðan stormur nálgast. Um sjö þúsund manns hafa borgað sig inn á Óróa, sem var frumsýnd tveimur vikum á eftir Brimi. Baldvin Z leikstýrði myndinni, sem hefur fengið sérlega góða dóma, og þykja hinir ungu aðalleikarar standa sig einkar vel í sínum hlutverkum. Kvikmyndin Sumarlandið var frumsýnd 17. september og um 5.000 manns hafa séð hana. Rétt eins og Órói Baldvins er hún fyrsta mynd leikstjórans, Gríms Hákonarsonar, í fullri lengd og fjallar um fjölskyldu sem hefur lífsviðurværi sitt af álfatengdri ferðaþjónustu og miðilsfundum.- fb
Lífið Menning Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira