Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn 23. mars 2010 04:15 Með BBC á línunniþ Þau Anna og Þorkell óttast ekki gosið í Eyjafjallajökli, en líklega renna á þau tvær grímur ef Katla gýs einnig. Börn þeirra, Þorgerður og Runólfur, virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gosinu heldur. Fréttablaðið/vilhelm Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira