Dýrmæta sumarvinnan Gerður Kristný skrifar 21. júní 2010 06:00 Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skólaárið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því annarra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samviskusemi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra. Gömul kona á elliheimilinu þar sem ég vann á menntaskólaárunum átti til dæmis ekki heila nærbrók því eiginmaðurinn tímdi ekki að kaupa hana. Maður gekk undir mann við að reyna að sannfæra hann um að eiginkona hans til hálfrar aldar þyrfti brókina en þar var talað fyrir daufum eyrum. Ég man líka eftir konu sem skúraði með mér á Landspítalanum. Hún hringdi heim á hálftíma fresti til að athuga hvort ekki væri í lagi hjá sex ára syni sem hún skildi eftir einan heima á daginn. Ég vann alltaf hefðbundin kvennastörf og launin voru aldrei það há að mér hafi þótt freistandi að halda fyrir alvöru út á vinnumarkaðinn. Oft vann ég með merkilegum konum og hlustaði á þær spjalla um húsbyggingar jafnt sem spíritisma. Þær höfðu áhrif á mig og líka störfin sem mér voru falin. Eftir sumurin tvö á elliheimilinu er þjónustulund minni engin takmörk sett þegar kemur að eldra fólki - að frátöldum auðvitað foreldrum mínum því rétt eins og ég er alltaf 14 ára í augum þeirra eru þau fimmtug og fullspræk í mínum. Um þessar mundir hafa einmitt margir foreldrar áhyggjur af atvinnulausu unglingunum sínum og það er skiljanlegt. Aðgerðarleysi er engum hollt auk þess sem hætt er við að þeir missi af öllu því nytsamlega sem læra má af góðu starfi. Mest óttast ég þó að unga fólkið sjái engan tilgang með námi og fái þá flugu í höfuðið að sama aðgerðarleysið bíði að því loknu. Nú er samt ýmislegt að breytast því fréttir berast nú af fólki sem kallar ekki alltaf ömmu sína. Í síðustu viku sagði Mogginn frá Steinunni Jónsdóttur, arkitekt sem missti vinnuna, en bjó til þjálfunardisk til að nota við líkamsrækt. Í sama blaði eru þrír háskólanemar sem stofnuðu ferðaþjónustufyrirtækið When in Reykjavík. Þeir bjóða ferðamönnum meðal annars heim til sín í plokkfisk. Það er óskandi að sem flestir heyri af þessu fólki og átti sig á því hvað hugmyndaflugið getur fleytt okkur langt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skólaárið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því annarra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samviskusemi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra. Gömul kona á elliheimilinu þar sem ég vann á menntaskólaárunum átti til dæmis ekki heila nærbrók því eiginmaðurinn tímdi ekki að kaupa hana. Maður gekk undir mann við að reyna að sannfæra hann um að eiginkona hans til hálfrar aldar þyrfti brókina en þar var talað fyrir daufum eyrum. Ég man líka eftir konu sem skúraði með mér á Landspítalanum. Hún hringdi heim á hálftíma fresti til að athuga hvort ekki væri í lagi hjá sex ára syni sem hún skildi eftir einan heima á daginn. Ég vann alltaf hefðbundin kvennastörf og launin voru aldrei það há að mér hafi þótt freistandi að halda fyrir alvöru út á vinnumarkaðinn. Oft vann ég með merkilegum konum og hlustaði á þær spjalla um húsbyggingar jafnt sem spíritisma. Þær höfðu áhrif á mig og líka störfin sem mér voru falin. Eftir sumurin tvö á elliheimilinu er þjónustulund minni engin takmörk sett þegar kemur að eldra fólki - að frátöldum auðvitað foreldrum mínum því rétt eins og ég er alltaf 14 ára í augum þeirra eru þau fimmtug og fullspræk í mínum. Um þessar mundir hafa einmitt margir foreldrar áhyggjur af atvinnulausu unglingunum sínum og það er skiljanlegt. Aðgerðarleysi er engum hollt auk þess sem hætt er við að þeir missi af öllu því nytsamlega sem læra má af góðu starfi. Mest óttast ég þó að unga fólkið sjái engan tilgang með námi og fái þá flugu í höfuðið að sama aðgerðarleysið bíði að því loknu. Nú er samt ýmislegt að breytast því fréttir berast nú af fólki sem kallar ekki alltaf ömmu sína. Í síðustu viku sagði Mogginn frá Steinunni Jónsdóttur, arkitekt sem missti vinnuna, en bjó til þjálfunardisk til að nota við líkamsrækt. Í sama blaði eru þrír háskólanemar sem stofnuðu ferðaþjónustufyrirtækið When in Reykjavík. Þeir bjóða ferðamönnum meðal annars heim til sín í plokkfisk. Það er óskandi að sem flestir heyri af þessu fólki og átti sig á því hvað hugmyndaflugið getur fleytt okkur langt.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun