Gamanleikarinn Jamie Kennedy hætti með kærustu sinni, leikkonunni Jennifer Love Hewitt, í mars eftir árs samband. Kennedy virðist þó sakna sviðsljóssins sem hann naut á meðan á sambandi hans og Love Hewitt stóð því hann á að hafa hringt sjálfur í ljósmyndara þegar hann fór á stefnumót fyrir stuttu.
„Hann vildi gera Jennifer öfundsjúka. Hann hringdi sjálfur í ljósmyndara og sýndi þeim meira að segja mynd af stúlkunni svo þeir gætu borið kennsl á hana, en enginn virtist hafa áhuga," var haft eftir heimildarmanni. Talsmaður Kennedy segir ekkert hæft í fréttinni.