Ragnheiður Ragnarsdóttir var aðeins sjö hundraðshlutum úr sekúndum frá sæti í úrslitum í 50 metra bringsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Eindhoven í Hollandi.
Ragnheiður bætti sig um 0,1 sekúndu frá því í undanrásunum í morgun en mátti sætta sig við að vera í 9.-11. sæti á 25,04 sekúndum. Alls komu þrír keppendur í mark á þeim tíma.
Íslandsmet Ragnheiðar í greininni er 24,94 sekúndur og hefði dugað til að komast í úrslitin.
Þar með er þátttöku Íslands á mótinu lokið en lokadagur keppninnar fer fram í dag.