„Þetta er svona hörkupúl fimm sinnum í viku og fólk sér eflaust árangur eftir tvær vikur, " sagði Íris Ann þolfimiþjálfari þegar við spurðum hana m.a. út í Body Express námskeiðin í Baðhúsinu í morgun.
„Þá þarf maður að kýla kannski bara á það og reyna aðeins meira á sig og það gerist einmitt í svona hvetjandi tímum þar sem allir eru að vinna saman," sagði hún þegar talið barst að þessum 3-5 aukakílóum sem neita að fara.
Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá rassaæfingu sem Íris Ann segir að virki.