Handbolti

Fram bikarmeistarari kvenna í handbolta á dramatískan hátt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fram að vinna Val í hálfleik.
Fram að vinna Val í hálfleik. Mynd/Daníel

Fram er bikarmeistari kvenna í handbolta eftir 20-19 sigur gegn Val í Höllinni í dag en staðan í hálfleik var 13-9 Fram í vil. Pavla Nevarilova tryggði Fram sigurinn á lokasekúndunum.

Fram leiddi leikinn frá fyrstu mínútu og komst í 5-0 en Valur jafnaði leikinn svo 7-7 um miðbik fyrri hálfleiks áður en Fram tók forystuna á nýjan leik og staðan í hálfleik sem segir 13-9.

Fram var lengst af með góða forystu í seinni hálfleiknum en síðustu mínúturnar voru æsispennandi og staðan var 19-17 þegar fimm mínútur lifðu leiks.

Valur náði svo að jafna leikinn þegar tæpar tvær mínútur voru eftir með mörkum Ágústu Eddu Björnsdóttur og Hrafnhildar Skúldóttur.

Valur fékk svo boltann aftur eftir að Berglind Íris Hansdóttir markvörður Vals hafði varið úr dauðafæri en Valur missti svo boltann klaufalega til Fram.

Þegar allt leit út fyrir að Berglind Íris hafði tryggt Val framlengingu með glæsilegri markvörslu náði Pavla Nevarilova að slá frákastið inn í markið á lokasekúndunum og tryggja Fram bikarmeistaratitilinn.

Stella Sigurðardóttir var markahæst hjá Fram með 6 mörk en Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk.

Markverðir liðanna í dag voru í fínu formi en Íris Björk Símonardóttir hjá Fram varði 22 skot og Berglind Íris hjá Val varði 24 skot.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×