Naomi í blóðdemantaflækju hjá Alþjóðadómstólnum 23. apríl 2010 11:19 Menn stríðsherrans eru sagðir hafa afhent fyrirsætunni blóðdemant um miðja nótt. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu. Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu.
Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira