Naomi í blóðdemantaflækju hjá Alþjóðadómstólnum 23. apríl 2010 11:19 Menn stríðsherrans eru sagðir hafa afhent fyrirsætunni blóðdemant um miðja nótt. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu. Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur dregist inn í réttarhöldin yfir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Hann er ákærður um hrottalega stríðsglæpi í nágrannaríkinu Sierra Leone. Taylor er ákærður um að hafa stýrt morðum, nauðgunum og líkamsmeiðingum á meðan blóðug borgarastyrjöld, sem kostaði um 400 þúsund manns lífið, geisaði í tíu ár í Sierra Leone. Talið er að hann hafi þannig komist yfir gríðarlegt magn demanta, svokallaðra blóðdemanta, sem hann notaði síðan til að fjármagna áframhaldandi stríðsrekstur. Réttarhöldin yfir Taylor tóku óvænta stefnu þegar saksóknarar birtu vitnisburð leikkonunnar Miu Farrow. Þar segir hún frá því þegar hún, Naomi Campbell og Charles Taylor voru meðal gesta Nelson Mandela í lestarferð um Suður-Afríku árið 1997. Einn daginn hafi Naomi komið til morgunverðar og sagt henni frá því að menn Charles Taylor hafi bankað upp á herbergi hennar og gefið henni risademant um nóttina. ,,Þú gleymir því ekki þegar vinkona þín segir þér að hún hafi fengið risademant sendan til sín um miðja nótt," segir Farrow í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Sjónvarpsstöðin náði einnig tali af Naomi Campbell og spurði hana út í atvikið. Hún brást hin versta við, rauk út úr viðtalinu og sló í myndavélina. Samkvæmt Farrow sagðist Naomi ætla að gefa barnahjálp Nelson Mandela demantinn. Í bókum samtakanna kemur fram að svo var ekki. Aftur á móti gaf hún 50 þúsund dollara til þeirra þetta ár og það næsta. Saksóknarar halda því fram að Taylor hafi notað ferðina til Suður-Afríku til að kaupa vopn fyrir stríðsreksturinn með blóðdemöntum. Þeir vonast til að Naomi beri vitni áður en réttarhöldunum lýkur seinna á árinu.
Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira