Gerður Kristný: Vika svörtu bókarinnar Gerður Kristný skrifar 26. apríl 2010 06:00 Frá því vorið 1986 hef ég skrifað niður hjá mér hverja einustu bók sem ég hef lesið í svarta stílabók. Þess vegna er hægur vandi að sjá að í maí fyrir 24 árum las ég Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis, Svein Elversson eftir Selmu Lagerlöf, Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco. Vorprófunum í MH lauk greinilega snemma þetta árið og ég hef örugglega verið komin í brýna þörf fyrir að taka mér ærlega bók í hönd. Þegar ég blaða í þeirri svörtu rifjast eitt og annað upp fyrir mér, svo sem eins og hvers vegna ég las í raun og veru svona mikið þetta vor. Ég hafði lent upp á kant við gamlar bekkjarsystur og var óttalega ein. Félagslífið fór ekki að glæðast fyrr en líða tók á sumarið og ég eignaðist skemmtilega vinkonu í sumarvinnunni. Samtals voru átta bækur lesnar í júní og júlí en ekki ein einasta í ágúst. Aldrei las ég neitt mér til skemmtunar meðan á skólanum stóð, aðeins í fríum. Maður tamdi sér aga. Og maður setti sér líka skrásetningarreglur því skólabækurnar færði ég aldrei til bókar nema ef svo heppilega vildi til að mér hefðu verið sett fyrir skáldverk. Þess vegna fá Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson að fljóta með í september árið 1987 og í febrúar 1988 skráði ég hjá mér The Life and Loves of a She-Devil eftir Fay Weldon. Ég á það til að fá rífandi áhuga á vissum höfundum og les þá allt sem ég kem höndum yfir eftir þá. Selmu Lagerlöf-sýkin var allskæð, tekin var djúp Laxnessdýfa og sumarið sem ég dvaldi í suður-frönsku klaustri las ég bersöglar bækur eftir Régine Deforges. Fyrir um það bil 15 árum gleypti ég í mig allt sem ég komst yfir eftir Martin Amis og þegar ég bjó í Nice árið 2003 hnaut ég um bækur Arto Paasilinna í frönskum þýðingum. Hryssingslegi finnski húmorinn vó upp á móti öldugjálfrinu á ströndinni. Ári síðar mælti tímaritið 19. júní með bókinni Cat's Eye eftir Margaret Atwood - og ég féll í stafi. Lars Saabye Christensen hefur líka komist í gegnum nálarauga mitt og þá er gott að eiga skírteini að Bókasafni Norræna hússins. Engin ljóð orka síðan jafn sterkt til mín og íslenskra skálda. Steinunni, Vigdísi, Þorstein, Hannesana og Gyrði les ég reglulega án þess að hafa fyrir því að skrifa niður bækurnar þeirra í hvert einasta skipti sem þær eru gripnar úr hillu. Ég fletti líka oft í gegnum svörtu stílabókina. Hún er sönnun þess hvað líf mitt hefur verið gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Frá því vorið 1986 hef ég skrifað niður hjá mér hverja einustu bók sem ég hef lesið í svarta stílabók. Þess vegna er hægur vandi að sjá að í maí fyrir 24 árum las ég Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis, Svein Elversson eftir Selmu Lagerlöf, Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco. Vorprófunum í MH lauk greinilega snemma þetta árið og ég hef örugglega verið komin í brýna þörf fyrir að taka mér ærlega bók í hönd. Þegar ég blaða í þeirri svörtu rifjast eitt og annað upp fyrir mér, svo sem eins og hvers vegna ég las í raun og veru svona mikið þetta vor. Ég hafði lent upp á kant við gamlar bekkjarsystur og var óttalega ein. Félagslífið fór ekki að glæðast fyrr en líða tók á sumarið og ég eignaðist skemmtilega vinkonu í sumarvinnunni. Samtals voru átta bækur lesnar í júní og júlí en ekki ein einasta í ágúst. Aldrei las ég neitt mér til skemmtunar meðan á skólanum stóð, aðeins í fríum. Maður tamdi sér aga. Og maður setti sér líka skrásetningarreglur því skólabækurnar færði ég aldrei til bókar nema ef svo heppilega vildi til að mér hefðu verið sett fyrir skáldverk. Þess vegna fá Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson að fljóta með í september árið 1987 og í febrúar 1988 skráði ég hjá mér The Life and Loves of a She-Devil eftir Fay Weldon. Ég á það til að fá rífandi áhuga á vissum höfundum og les þá allt sem ég kem höndum yfir eftir þá. Selmu Lagerlöf-sýkin var allskæð, tekin var djúp Laxnessdýfa og sumarið sem ég dvaldi í suður-frönsku klaustri las ég bersöglar bækur eftir Régine Deforges. Fyrir um það bil 15 árum gleypti ég í mig allt sem ég komst yfir eftir Martin Amis og þegar ég bjó í Nice árið 2003 hnaut ég um bækur Arto Paasilinna í frönskum þýðingum. Hryssingslegi finnski húmorinn vó upp á móti öldugjálfrinu á ströndinni. Ári síðar mælti tímaritið 19. júní með bókinni Cat's Eye eftir Margaret Atwood - og ég féll í stafi. Lars Saabye Christensen hefur líka komist í gegnum nálarauga mitt og þá er gott að eiga skírteini að Bókasafni Norræna hússins. Engin ljóð orka síðan jafn sterkt til mín og íslenskra skálda. Steinunni, Vigdísi, Þorstein, Hannesana og Gyrði les ég reglulega án þess að hafa fyrir því að skrifa niður bækurnar þeirra í hvert einasta skipti sem þær eru gripnar úr hillu. Ég fletti líka oft í gegnum svörtu stílabókina. Hún er sönnun þess hvað líf mitt hefur verið gott.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun