Kögunarhóll: Snoturt hjartalag án ábyrgðar Þorsteinn Pálsson skrifar 16. október 2010 06:00 Forsætisráðherra kúventi stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna og tók stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda. Fyrri stefna hafði að vísu um sumt mistekist í framkvæmd. Hún byggði hins vegar á ábyrgri hugsun. Dómsmálaráðherra hefur gengið enn lengra í loforðum. Fjármálaráðherrann hefur á hinn bóginn reynt að sýna meiri ábyrgð. Á fjölda funda hefur forsætisráðherra kallaði eftir samstöðu um almenna skuldaniðurfellingu. Til andsvara hafa verið forstöðumenn stofnana í eigu ríkisins eins og Landsbankans og Íbúðalánasjóðs. Með þessu er verið að færa pólitíska ábyrgð ráðherra yfir á undirmenn. Enginn fjölmiðill fjallar um þá þverstæðu málsins. Þá er forstöðumönnum lífeyrissjóðanna stillt upp við vegg. Forsætisráðherra fer fram á að þeir taki ákvarðanir um að skerða lífeyri sjóðsfélaga niður svo að færa megi fjármuni frá skuldlausum eigendum sjóðanna til hinna sem skulda. Trúlega væri það refsivert athæfi. Enginn fjölmiðill varpar ljósi á þessa hlið uppákomunnar. Forsætisráðherra virðist hvorki upplifa þetta sem skrípaleik né stefnubreytingu. Á áratugalöngum stjórnmálaferli hefur það fremur verið háttur Jóhönnu Sigurðardóttur að setja fram kröfur fyrir aðra til að leysa en að taka sjálf þátt í lausn mála og verja málstað. Þessi þröngi reynsluheimur er eina rökræna skýringin á fundahringekju síðustu daga. Nú er forsætisráðherrann farinn að draga í land eftir kröftug og ábyrg andmæli forseta ASÍ. Mun dómsmálaráðherrann hringsnúast með sama hætti? Stefnukúvendingin hefur aðeins staðið í rúma viku. Engu er líkara en tilgangurinn með henni hafi helst verið sá að fá aðra til að segja nei. Eru það stjórnmál nýs tíma? Segja má að þessi æfing öll lýsi snotru hjartalagi án ábyrgðar Ábyrgðin og lífeyririnnUmræðan um skuldavanda heimilanna og fjárlagafrumvarpið er prófsteinn á hugmyndir manna um ábyrga fjármálastjórn. Hann veit bæði að ríkisstjórninni og stjórnarandstöðunni. Lífeyrissjóðirnir eru eina kjölfestan sem eftir er í fjármálakerfi landsins. Forsætisráðherra þekkti stöðu þeirra fyrir rétt eins og Íbúðalánasjóðs og Landsbankans. Margvíslegar spurningar vakna því þegar forsætisráðherra setur jafn gífurlegar kröfur á lífeyrissjóðina sem raun ber vitni. Er skynsamlegt að veikja þessa kjölfestu meir en orðið er? Hvaða áhrif hefur það á aðra þætti efnahagsstarfseminnar? Telur forsætisráðherra sig ekki þurfa að verja framtíðarhagsmuni lífeyrisþega? Hvers vegna vill forsætisráðherra að lífeyrissjóðirnir axli samfélagsábyrgð á skuldavanda heimilanna en ekki ríkissjóður? Er það af því að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að verja meiri skattahækkanir? Eða vill hún heldur að þeir sem lægstar tekjur hafa og eru jafnvel undir skattleysismörkum borgi hlutfallslega til jafns við hina í gegnum skerðingar á lífeyrisgreiðslum? Ríkisstjórnin talar jafnan í nafni réttlætisins. Hvernig telur hún að það rími við réttætishugtakið að krefjast þess að skerðingar á ellilífeyri verði notaðar til að lækka skuldir þeirra sem vel ráða við þær? Þetta eru aðeins örfáar af þeim spurningum sem lúta að ábyrgri fjármálastjórn og réttlæti sem eðlilegt er að ríkisstjórnin svari. Það gerir hún ekki að eigin frumkvæði. Fjölmiðlar hafa ekki spurt. En hvers vegna hefur stjórnarandstaðan ekki spurt? Ábyrgðin og heilbrigðiskerfiðRíkisstjórnin hefur fram til þessa fylgt þeim aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem mælt er fyrir um í efnahagsáætlun AGS og fyrri ríkisstjórn samdi um. Teikn eru á lofti um að samstaðan um þá ábyrgu stefnu sé að bresta. Þannig þótti það efni í fyrstu frétt á einhverri útvarpsstöð að fjármálaráðherra hefði tekið til varna fyrir fjárlagafrumvarpið. Þetta fréttamat segir meira en mörg orð um það hvernig þingmenn stjórnarflokkanna líta á ábyrgð sína þegar kemur að ríkisfjármálunum. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ekki hugsað skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu í botn og því síður rætt þær til þrautar áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram. Niðurskurður er þó óhjákvæmilegur. Nýja Landspítalabyggingin gleymist svo í þessari umræðu. Lífeyrissjóðirnir lána til þeirra framkvæmda. Þeir fjármunir sjást þó ekki í ríkisbókhaldinu. Hagræðing í rekstri spítalans á síðan að standa undir leigugreiðslum til lífeyrissjóðanna. Þetta sýnist vera fullkomlega ábyrgðarlaust í tvennum skilningi. Annars vegar er verið að fara í kringum ríkisbókhaldið með svipuðum aðferðum og komu ríkissjóði Grikklands í þrot. Hins vegar er óraunhæft að byggingarkostnaðurinn verði greiddur með lækkun launakostnaðar á spítalanum ofan í þann niðurskurð sem nú á sér stað. Hvernig á til að mynda að mæta kostnaði við nýja tækni og þekkingu? Hér þarf skýrari svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Forsætisráðherra kúventi stefnu sinni varðandi skuldavanda heimilanna og tók stöðu með þeim sem krefjast almennrar niðurfellingar skulda. Fyrri stefna hafði að vísu um sumt mistekist í framkvæmd. Hún byggði hins vegar á ábyrgri hugsun. Dómsmálaráðherra hefur gengið enn lengra í loforðum. Fjármálaráðherrann hefur á hinn bóginn reynt að sýna meiri ábyrgð. Á fjölda funda hefur forsætisráðherra kallaði eftir samstöðu um almenna skuldaniðurfellingu. Til andsvara hafa verið forstöðumenn stofnana í eigu ríkisins eins og Landsbankans og Íbúðalánasjóðs. Með þessu er verið að færa pólitíska ábyrgð ráðherra yfir á undirmenn. Enginn fjölmiðill fjallar um þá þverstæðu málsins. Þá er forstöðumönnum lífeyrissjóðanna stillt upp við vegg. Forsætisráðherra fer fram á að þeir taki ákvarðanir um að skerða lífeyri sjóðsfélaga niður svo að færa megi fjármuni frá skuldlausum eigendum sjóðanna til hinna sem skulda. Trúlega væri það refsivert athæfi. Enginn fjölmiðill varpar ljósi á þessa hlið uppákomunnar. Forsætisráðherra virðist hvorki upplifa þetta sem skrípaleik né stefnubreytingu. Á áratugalöngum stjórnmálaferli hefur það fremur verið háttur Jóhönnu Sigurðardóttur að setja fram kröfur fyrir aðra til að leysa en að taka sjálf þátt í lausn mála og verja málstað. Þessi þröngi reynsluheimur er eina rökræna skýringin á fundahringekju síðustu daga. Nú er forsætisráðherrann farinn að draga í land eftir kröftug og ábyrg andmæli forseta ASÍ. Mun dómsmálaráðherrann hringsnúast með sama hætti? Stefnukúvendingin hefur aðeins staðið í rúma viku. Engu er líkara en tilgangurinn með henni hafi helst verið sá að fá aðra til að segja nei. Eru það stjórnmál nýs tíma? Segja má að þessi æfing öll lýsi snotru hjartalagi án ábyrgðar Ábyrgðin og lífeyririnnUmræðan um skuldavanda heimilanna og fjárlagafrumvarpið er prófsteinn á hugmyndir manna um ábyrga fjármálastjórn. Hann veit bæði að ríkisstjórninni og stjórnarandstöðunni. Lífeyrissjóðirnir eru eina kjölfestan sem eftir er í fjármálakerfi landsins. Forsætisráðherra þekkti stöðu þeirra fyrir rétt eins og Íbúðalánasjóðs og Landsbankans. Margvíslegar spurningar vakna því þegar forsætisráðherra setur jafn gífurlegar kröfur á lífeyrissjóðina sem raun ber vitni. Er skynsamlegt að veikja þessa kjölfestu meir en orðið er? Hvaða áhrif hefur það á aðra þætti efnahagsstarfseminnar? Telur forsætisráðherra sig ekki þurfa að verja framtíðarhagsmuni lífeyrisþega? Hvers vegna vill forsætisráðherra að lífeyrissjóðirnir axli samfélagsábyrgð á skuldavanda heimilanna en ekki ríkissjóður? Er það af því að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að verja meiri skattahækkanir? Eða vill hún heldur að þeir sem lægstar tekjur hafa og eru jafnvel undir skattleysismörkum borgi hlutfallslega til jafns við hina í gegnum skerðingar á lífeyrisgreiðslum? Ríkisstjórnin talar jafnan í nafni réttlætisins. Hvernig telur hún að það rími við réttætishugtakið að krefjast þess að skerðingar á ellilífeyri verði notaðar til að lækka skuldir þeirra sem vel ráða við þær? Þetta eru aðeins örfáar af þeim spurningum sem lúta að ábyrgri fjármálastjórn og réttlæti sem eðlilegt er að ríkisstjórnin svari. Það gerir hún ekki að eigin frumkvæði. Fjölmiðlar hafa ekki spurt. En hvers vegna hefur stjórnarandstaðan ekki spurt? Ábyrgðin og heilbrigðiskerfiðRíkisstjórnin hefur fram til þessa fylgt þeim aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem mælt er fyrir um í efnahagsáætlun AGS og fyrri ríkisstjórn samdi um. Teikn eru á lofti um að samstaðan um þá ábyrgu stefnu sé að bresta. Þannig þótti það efni í fyrstu frétt á einhverri útvarpsstöð að fjármálaráðherra hefði tekið til varna fyrir fjárlagafrumvarpið. Þetta fréttamat segir meira en mörg orð um það hvernig þingmenn stjórnarflokkanna líta á ábyrgð sína þegar kemur að ríkisfjármálunum. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi ekki hugsað skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu í botn og því síður rætt þær til þrautar áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram. Niðurskurður er þó óhjákvæmilegur. Nýja Landspítalabyggingin gleymist svo í þessari umræðu. Lífeyrissjóðirnir lána til þeirra framkvæmda. Þeir fjármunir sjást þó ekki í ríkisbókhaldinu. Hagræðing í rekstri spítalans á síðan að standa undir leigugreiðslum til lífeyrissjóðanna. Þetta sýnist vera fullkomlega ábyrgðarlaust í tvennum skilningi. Annars vegar er verið að fara í kringum ríkisbókhaldið með svipuðum aðferðum og komu ríkissjóði Grikklands í þrot. Hins vegar er óraunhæft að byggingarkostnaðurinn verði greiddur með lækkun launakostnaðar á spítalanum ofan í þann niðurskurð sem nú á sér stað. Hvernig á til að mynda að mæta kostnaði við nýja tækni og þekkingu? Hér þarf skýrari svör.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun