Versnandi starfsumhverfi 2. október 2010 06:00 Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun