Versnandi starfsumhverfi 2. október 2010 06:00 Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun