Kannar hugarheim kvenna í væntanlegum þríleik 20. maí 2010 08:45 stórt verkefni í bígerð Ragnar er að leggja lokahönd á handrit kvikmyndar sem verður sú fyrsta í þríleik um konur. fréttablaðið/valli „Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
„Ég er bara að reyna að tengjast konunni í sjálfum mér," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþríleik. Vinnutitill fyrstu myndarinnar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheiminn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar handrit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugarheimi," segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vantar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum." Síðustu verkefni hefur Ragnar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmyndin Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karlmönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþríleiks vegna utanaðkomandi þrýstings? „Meinarðu frá femínistum?" spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersónur í aðalhlutverkum," segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf forvitinn um það sem maður þekkir ekki - það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft forvitnilegri en karlmenn." Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki," segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögnun. „Það er allt í biðstöðu í þessum bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila," segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljósið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira