Læknar rokka og poppa 1. maí 2010 15:00 Þónokkrir læknar hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands um þessar mundir, Diktu, er læknir og útskrifaðist sem slíkur 2008. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lækningum og tónlist því faðir hans, Haukur Heiðar Ingólfsson, er líka læknir og tónlistarmaður, spilaði mikið með Ómari Ragnarssyni á árum áður og inn á fjölda hljómplatna. „Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið," sagði Haukur í viðtali við Læknablaðið fyrir skemmstu. En þeir feðgar eru ekki einu læknarnir sem hafa lagt stund á tónlistina. Heimir Sindrason hefur samið ófá lög í Eurovision-keppnir, gefið út plötur og var meðal annars liðsmaður dúettsins Heimir og Jónas. Hans þekktasta lag er sennilega hinn sígildi slagari Hótel Jörð sem Heimir samdi við samnefnt ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lýður Árnason. Lýður Árnason var lengi vel læknir á Flateyri en hann er einnig einn af stofnendum hljómsveitarinnar Grjóthruns ásamt Grími Atlasyni, fráfarandi sveitarstjóra í Dalabyggð.Ragnar Danielsen, einn fremsti hjartalæknir þjóðarinnar, var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Ragnar er enn mikill áhugamaður um tónlist og hefur að sögn vina og vandamanna ekki sungið sitt síðasta á því sviði.Haukur í Diktu.Hljómsveitin Tatarar sló eftirminnilega í gegn á hátindi blómatímabilsins á Íslandi. Tveir liðsmanna sveitarinnar hafa frá því að tónlistarferlinum lauk snúið sér að störfum innan heilbrigðisgeirans en trommari sveitarinnar, Magnús Magnússon, er sálfræðingur. Söngvari Tatara var hins vegar Stefán Eggertsson læknir. Hann er þó eflaust þekktastur í dag meðal handboltakappa fyrir að vera faðir Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.Eva Ásrún Albertsdóttir.Þá er ónefnd Eva Ásrún Albertsdóttir, sem gerði það gott á árum áður í poppinu og margir Íslendingar þekkja úr Eurovision-keppnum, en hún er ljósmóðir.Ekki má heldur gleyma Páli Torfa Önundarsyni lækni, sem hefur spilað á gítar með Diabolus in Musica og Six-pack Latino. Þá er ónefndur í þessari upptalningu nýjasti popp-læknirinn, Helgi Júlíus Óskarsson, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Haukur Heiðar Hauksson, söngvari einnar vinsælustu hljómsveitar Íslands um þessar mundir, Diktu, er læknir og útskrifaðist sem slíkur 2008. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lækningum og tónlist því faðir hans, Haukur Heiðar Ingólfsson, er líka læknir og tónlistarmaður, spilaði mikið með Ómari Ragnarssyni á árum áður og inn á fjölda hljómplatna. „Það hefur gerst að ég hafi hitt sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið," sagði Haukur í viðtali við Læknablaðið fyrir skemmstu. En þeir feðgar eru ekki einu læknarnir sem hafa lagt stund á tónlistina. Heimir Sindrason hefur samið ófá lög í Eurovision-keppnir, gefið út plötur og var meðal annars liðsmaður dúettsins Heimir og Jónas. Hans þekktasta lag er sennilega hinn sígildi slagari Hótel Jörð sem Heimir samdi við samnefnt ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lýður Árnason. Lýður Árnason var lengi vel læknir á Flateyri en hann er einnig einn af stofnendum hljómsveitarinnar Grjóthruns ásamt Grími Atlasyni, fráfarandi sveitarstjóra í Dalabyggð.Ragnar Danielsen, einn fremsti hjartalæknir þjóðarinnar, var í Frummönnum með þeim Valgeiri Guðjónssyni og Jakobi Frímanni en sú sveit breytti síðar um nafn og varð að Stuðmönnum. Ragnar er enn mikill áhugamaður um tónlist og hefur að sögn vina og vandamanna ekki sungið sitt síðasta á því sviði.Haukur í Diktu.Hljómsveitin Tatarar sló eftirminnilega í gegn á hátindi blómatímabilsins á Íslandi. Tveir liðsmanna sveitarinnar hafa frá því að tónlistarferlinum lauk snúið sér að störfum innan heilbrigðisgeirans en trommari sveitarinnar, Magnús Magnússon, er sálfræðingur. Söngvari Tatara var hins vegar Stefán Eggertsson læknir. Hann er þó eflaust þekktastur í dag meðal handboltakappa fyrir að vera faðir Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta.Eva Ásrún Albertsdóttir.Þá er ónefnd Eva Ásrún Albertsdóttir, sem gerði það gott á árum áður í poppinu og margir Íslendingar þekkja úr Eurovision-keppnum, en hún er ljósmóðir.Ekki má heldur gleyma Páli Torfa Önundarsyni lækni, sem hefur spilað á gítar með Diabolus in Musica og Six-pack Latino. Þá er ónefndur í þessari upptalningu nýjasti popp-læknirinn, Helgi Júlíus Óskarsson, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira