Handbolti

Umfjöllun: Selfoss engin hindrun í sigurgöngu FH

Elvar Geir Magnússon skrifar

Það var góð stemning í Kaplakrika í kvöld þegar FH-ingar unnu sannfærandi sigur á nýliðum Selfoss 31-25.

Leikurinn byrjaði á mikilli baráttu og nýliðarnir frá Selfossi sáu til þess að jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Þegar staðan var 4-4 kom mjög slæmur kafli hjá gestunum sem voru full ragir. Næstu fimm mörk voru frá FH-ingum þrátt fyrir að þeir voru um tíma einum færri.

FH-ingar leiddu með sex mörkum í hálfleik og það var einnig munurinn á liðunum í leikslok. Selfoss reyndist engin fyrirstaða fyrir Hafnarfjarðarliðið sem hefði getað unnið stærri sigur en slakaði á undir lokin.

Markverðir beggja liða áttu gott kvöld en þegar á hólminn var komið reyndust FH-ingar einfaldlega of stór biti fyrir Selfyssinga sem hafa tvö stig að loknum þremur umferðum.

FH-ingar eru með fullt hús, þeir hafa unnið alla leiki sína mjög sannfærandi. Liðsheildin hjá þeim var mjög sterk í kvöld líkt og í hinum tveimur leikjunum.

FH - Selfoss 31-25 (20-14)

Mörk FH (skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (11), Ásbjörn Friðriksson 6 (13), Hermann Ragnar Björnsson 5 (8), Logi Geirsson 4/1 (5/1), Bjarki Jónsson 3 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Benedikt Reynir Kristinsson 2 (6), Þorkell Magnússon 1 (1), Bogi Eggertsson 0 (1).

Varin skot: Pálmar Pétursson 18, Daníel Andrésson 6

Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Hermann 2, Ólafur, Benedikt, Ásbjörn, Bjarki, Þorkell)

Fiskuð víti: 1 (Hermann)

Brottvísanir: 10 mínútur

Mörk Selfoss (skot): Atli Kristinsson 8 (15), Ragnar Jóhannsson 8/3 (17/3), Árni Steinþórsson 4 (6), Guðni Ingvason 2 (3), Helgi Héðinsson 2 (8), Einar Héðinsson 1 (4), Guðjón Drengsson 0 (4), Eyþór Lárusson 0 (3)

Varin skot: Birkir Bragason 18

Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Árni 2, Guðni)

Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Ragnar)

Brottvísanir: 6 mínútur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×