Þessi magnaða mynd sem tekin var með sérstakri myndavél um borð í vél Landhelgisgæslunnar TF-SIF í gær. Myndin sýnir þrjú megin gosop eldgossins á Eyjafjallajökli. Gosopin eru 200 til 500 metrar í þvermál.
Myndin minnir óneitanlega á andlit einhverskonar forynju sem hefur brotið sér leið úr iðrum jarðar og er nú að spúa eldi og brennisteini út í andrúmslofið. Afleiðingarnar eru mestu samgönguraskanir í Evrópu á friðartímum.