Góður lokasprettur Fram tryggði liðinu sigur gegn Valsmönnum í N1-deildinni í kvöld.
Framarar unnu 26-25 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik og nældu í dýrmæt stig í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni.
Haraldur Þorvarðarson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk, janfmörg og Arnór Gunnarsson gerði fyrir Val.
Þá vann HK sigur á Gróttu 29-24 og komst upp í annað sæti N1-deildarinnar. Bjarki Már Elíasson var markahæstur hjá Kópavogsliðinu með sjö mörk.