Engu er til sparað við að gera keppnina sem glæsilegasta og eftir að henni lýkur að kvöldi 10. apríl verður blásið til heljarinnar dansleik. Dikta, Bloodgroup, Sykur, Erpur & Atli og Bermuda muna leika á balli eftir keppnina og þar má búast við stjórnlausri stemningu. Á síðasta ári voru 1.500 framhaldsskólanemendur sem skemmtu sér á dansleik eftir keppnina en aðstandendur keppninnar búast við að nokkur aukning verði í ár og að 2.000 manns muni koma saman í Íþróttahöll Akureyrar, sem yrði þá stærsta framhaldsskólaball ársins.
