Lífið

Eurovision-hópurinn vel stemmdur fyrir lokarennslin - myndir

Ellý Ármanns skrifar
„Bobbysocks sungu lagið La det swinge á opnunarhátíðinni í gær í Ráðhúsinu í Osló. Á sama stað og friðarverðlaun Nóbels eru afhent," segir Örlygur.
„Bobbysocks sungu lagið La det swinge á opnunarhátíðinni í gær í Ráðhúsinu í Osló. Á sama stað og friðarverðlaun Nóbels eru afhent," segir Örlygur.

„Stemningin er mjög góð. Þetta hefur gengið allt alveg vakalega vel. Þetta er mjög góður hópur og allir eru vel stemmdir," segir Örlygur Smári annar höfundur framlags Íslands í Eurovision í ár „Je ne sais quoi".

Örlygur, sem er staddur í Telenor-höllinni í Osló með íslenska Eurovisionhópnum í svokölluðu rennsli fyrir forkeppnina sem fram fer annaðkvöld, er bjartsýnn:

„Við höfum haldið atriðinu einföldu og það hefur hjálpað mikið við að fá góða myndvinnslu."

Skiptir myndvinnslan miklu?

„Já, myndvinnslan skiptir miklu máli. Hljóð, mynd og kóreógrafía, eða sviðshreyfingar, vinna núna mjög vel saman."

„Núna er verið að sminka alla og greiða og svo förum við á svið klukkan rúmlega fjögur á norskum tíma og svo aftur í kvöld," segir Örlygur.



Birna, Bobbysocks, Pétur, Svava og Kristján.
Hera Björk í miðju viðtali.
Pétur Örn Guðmundsson og Örlygur Smári.
Hera Björk.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×