Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi? 28. október 2010 22:26 Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar Skroll-Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar
Skroll-Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira