Upptökur hafa staðið yfir að undanförnu á plötu með lögum úr söngleiknum Dísa ljósálfur sem verður frumsýndur í Austurbæ í byrjun október.
Álfrún Örnólfsdóttir, sem fer með hlutverk Dísu, syngur þrjú lög einsömul á plötunni og heita þau Allt er læst, Ljósið og Þriðja lag Dísu. Öll lögin í söngleiknum eru eftir Gunnar Þórðarson en textarnir eru eftir Pál Baldvin Baldvinsson, leikstjóra verksins.
Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir undanfarnar sex vikur. Auk Álfrúnar leika í Dísu ljósálfi þau Esther Talia Casey, Kári Viðarsson, María Þórðardóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Steinn Ármann Magnússon og Þórir Sæmundsson. - fb