Tónlist

Keppt í fjórða sinn á Akureyri

Sú hefð hefur skapast undanfarin ár að Söngkeppni framhaldsskólanna fari fram á Akureyri og fer keppnin fram í fjórða skiptið í röð í höfuðstað Norðurlands. Framhaldsskólanemendur, keppendur og fylgifiskar flykkjast til Akureyrar og er talið að um 4.000 manns bættist við íbúafjöld Akureyrar þá helgi sem Söngkeppnin fer fram.

Á Akureyri eru tveir framhaldsskólar og sjá þeir framhaldsskólanemum fyrir gistingu yfir helgina. Keppt hefur verið víða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, en aðstandendur keppninnar undanfarin ár hafa valið Akureyri sem keppnisstað enda er bæjarfélagið í góðri aðstöðu til að taka við þeim gríðarlega fjölda framhaldsskólanema sem fylgja keppninni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×