Friðurinn úti með tilkomu Facebook 1. desember 2010 13:15 Allt brjálað á vegamótum Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, segir að vera erlendu stjarnanna hafi spurst fljótt út í gegnum Facebook.fréttablaðið/anton Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook. Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook.
Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira