Auðunn lyfti tonni í samanlögðu og Massi vann liðakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2010 15:45 Massarnir úr Njarðvík fagna Íslandsmeistaratitili sínum. Auðunn Jónsson úr Breiðabliki og María Guðsteinsdóttir úr Ármanni urðu Íslandsmeistarar í kraftlyftingum um helgina en mótið var nú haldið undir íþrótta- og lyfjaeftirlitslögsögu Kraftlyftinganefndar ÍSÍ og Lyfjaeftirlits ÍSÍ. Auðunn Jónsson var aðalstjarna Íslandsmótsins 2010 er hann lyfti 390 kílóum í hnébeygju, 265 kílóum í bekkpressu og 345 kílóum í réttstöðulyftu sem er samanlagt 1000 kíló eða heilt tonn. Þetta er árangur í heimsklassa og það er ljóst að þessi árangur Auðuns og komandi framfarir duga til alþjóðlegra verðlauna og jafnvel evrópu- og heimsmeistaratitils á þessu ári. Evrópumótið 2010 fer fram í Svíþjóð og Heimsmeistaramótið 2010 fer fram í Suður-Afríku. María Guðsteinsdóttir skein skærast í kvennaflokki og setti Íslandsmet í bæði bekkpressu (103 kíló) og réttstöðulyftu (175,5 kíló) en árangur hennar í bekkpressu myndi duga til til verðlauna á alþjóðlegum mótum. María lyfti 431 kg samanlagt og vann opna flokkinn. Júlían Karl Jóhann Júlíusson úr Ármanni var útnefndur bestur í unglingaflokki en hann raðaði inn Íslandsmetum þegar lyfti 240 kílóum í hnébeygju, 115 kílóum í bekkpressu og 265 kílóum í réttstöðulyftu. Júlían reyndi svo við Norðurlandamet unglinga, 290,5 kíló, sem hann lyfti en fékk dæmt ógilt vegna smátækniágalla. Stigahæsta félagsliðið á Íslandsmótinu var Massi frá Ungmennafélaginu Njarðvík en Njarðvíkingar sendu fríðan keppnisflokk á Íslandsmótið. Mótið fór vel fram undir framkvæmd KRAFT-Mosfellsbæ og Kraftlyftinganefndar ÍSÍ - í glæsilegri umgjörð - og voru áhorfendur um þrjú hundruð yfir keppnisdaginn. Mótsdagurinn var langur eða um tólf klukkustundir sem er gleðileg þróun og verður Íslandsmótið 2011 væntanlega tveggja daga stórmót. Innlendar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Sjá meira
Auðunn Jónsson úr Breiðabliki og María Guðsteinsdóttir úr Ármanni urðu Íslandsmeistarar í kraftlyftingum um helgina en mótið var nú haldið undir íþrótta- og lyfjaeftirlitslögsögu Kraftlyftinganefndar ÍSÍ og Lyfjaeftirlits ÍSÍ. Auðunn Jónsson var aðalstjarna Íslandsmótsins 2010 er hann lyfti 390 kílóum í hnébeygju, 265 kílóum í bekkpressu og 345 kílóum í réttstöðulyftu sem er samanlagt 1000 kíló eða heilt tonn. Þetta er árangur í heimsklassa og það er ljóst að þessi árangur Auðuns og komandi framfarir duga til alþjóðlegra verðlauna og jafnvel evrópu- og heimsmeistaratitils á þessu ári. Evrópumótið 2010 fer fram í Svíþjóð og Heimsmeistaramótið 2010 fer fram í Suður-Afríku. María Guðsteinsdóttir skein skærast í kvennaflokki og setti Íslandsmet í bæði bekkpressu (103 kíló) og réttstöðulyftu (175,5 kíló) en árangur hennar í bekkpressu myndi duga til til verðlauna á alþjóðlegum mótum. María lyfti 431 kg samanlagt og vann opna flokkinn. Júlían Karl Jóhann Júlíusson úr Ármanni var útnefndur bestur í unglingaflokki en hann raðaði inn Íslandsmetum þegar lyfti 240 kílóum í hnébeygju, 115 kílóum í bekkpressu og 265 kílóum í réttstöðulyftu. Júlían reyndi svo við Norðurlandamet unglinga, 290,5 kíló, sem hann lyfti en fékk dæmt ógilt vegna smátækniágalla. Stigahæsta félagsliðið á Íslandsmótinu var Massi frá Ungmennafélaginu Njarðvík en Njarðvíkingar sendu fríðan keppnisflokk á Íslandsmótið. Mótið fór vel fram undir framkvæmd KRAFT-Mosfellsbæ og Kraftlyftinganefndar ÍSÍ - í glæsilegri umgjörð - og voru áhorfendur um þrjú hundruð yfir keppnisdaginn. Mótsdagurinn var langur eða um tólf klukkustundir sem er gleðileg þróun og verður Íslandsmótið 2011 væntanlega tveggja daga stórmót.
Innlendar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Sjá meira