„Í gær til dæmis fór hún á Euroclub og þá gerði ég partíförðun," segir Elín Reynisdóttir stjörnusminka sem sér um að farða andlit Heru Bjarkar í Eurovision.
„Fólk er sérstaklega ánægt með litlu dúllurnar, bakraddarstelpurnar, þegar þær koma labbandi yfir gólfið með Heru og gera handahreyfingarnar," útskýrir Birna Björnsdóttir danshöfundur og sýnir okkur um hvað ræðir.
Þá senda þær hlýjar kveðjur til barna og eiginmanna í myndskeiðinu.