Sport

Jakob Jóhann bætti sig frá því í morgun - náði 14. besta tímanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson, bringusundsmaður úr Ægi, náði fjórtánda besta tímanum í undanúrslitum í 200 metra bringusundi sem fram fór í kvöld á Evrópumeistaramóti í Ungverjalandi. Jakob bætti tíma sinn frá því í undanrásunum í morgun og hækkaði sig um eitt sæti.

Jakob Jóhann synti á 2:13.48 mínútunum í undanúrslitunum en síðasta maður inn í átta manna úrslit synti á 2:12.11 mínútum. Íslandsmet Jakobs er síðan í Róm í fyrra þegar hann synti á 2:12.39 mínútum en það var áður en sundbúningarnir voru bannaðir.

Sund Jakobs í dag er því besta 200 metra bringusund hans síðan að búningarnir voru bannaðir en hann synti á 2:14.35 mínútum í undanrásunum í morgun og bætti því tímann sinn frá því þá um tæpa sekúndu.

Jakob varð í 18. sæti í 100m bringsundi og hann á síðan eftir að keppa í 50 metra bringusundi á mótinu en það fer fram á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×