Þingmaður VG vill kosningar án tafar 1. október 2010 04:15 „Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira