Lífið

Það er náttúrulega sturlun að hlaupa stanslaust í 24 tíma

Gunnlaugur Júlíusson í Grikklandi árið 2008 eftir að hann lauk Spartarthlon hlaupinu sem er lengsta og virtasta ofurhlaup í heimi. Það er 246 km langt.
Gunnlaugur Júlíusson í Grikklandi árið 2008 eftir að hann lauk Spartarthlon hlaupinu sem er lengsta og virtasta ofurhlaup í heimi. Það er 246 km langt.

Gunnlaugur Júlíusson maraþonhlaupari hleypur í 24 tíma á bretti í World Class í Kringlunni í dag.

Hvað 24 tíma hlaup á bretti varðar þá hefur enginn Íslendingur tekist á við það fyrr. Gunnlaugur varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa 100 km hlaupi á bretti fyrir ári síðan í World Class í Laugum.

Norðurlandametið í 24 tíma hlaupi á Kim Rasmussen frá Danmörku en hann hljóp 202,9 km árið 2004. Einn Norðmaður hefur hlaupið 24 tíma á bretti en það er Lars Sætran sem hljóp 193 km árið 2003. Sænska metið er 181 km sett fyrr á þessu ári af Hans Byren. Það sem best er vitað hefur enginn Finni hlaupið 24 tíma á bretti.

Allir sem hafa áhuga á að fylgjast með Gunnlaugi eru velkomnir á staðinn hvenær sem er meðan á hlaupinu stendur.

Hlaupið hefst kl.12:00 í dag, laugardag, 18.desember í World Class í Kringlunni 1 og er það jafnframt formleg opnun á 24 stunda opnun 7 daga vikunnar á Heilsurækt World Class í Kringlunni.

Nánari upplýsingar er að finna á Worldclass.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×