Enginn með byssu við höfuðið á Braga 1. desember 2010 06:00 Björgvin Þorsteinsson Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“ Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Björgvin Þorsteinsson, lögmaður eigenda Árbótar, sagði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefði undirritað starfslokasamninginn við Árbót þar sem samið var um 30 milljóna króna uppgjör við heimilið. „Ég er nú með þennan samning fyrir framan mig sem undirritaður var í sumar. Undir þennan samning hefur Bragi Guðbrandsson skrifað,“ sagði Björgvin. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi verið með byssu við höfuðið á honum þegar hann skrifaði undir þetta.“ Í minnisblaði frá Braga Guðbrandssyni sem dagsett er 14. júlí síðastliðinn kemur fram að á fundi með ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og skrifstofustjóra hafi verið óskað eftir því að Barnaverndarstofa tæki þátt í afgreiðslu málsins með undirskrift á samkomulaginu enda væri stofan samningsaðili við Árbót. „Ég vísaði til fyrri samskipta við ráðuneytið vegna málsins, meðal annars bréfa og tölvupóstsamskipta, þar sem stofan hefði ítrekað látið í ljós það álit að samkomulagið stæðist ekki góða stjórnsýslu af margvíslegum ástæðum,“ segir í minnisblaði Braga um fundinn. „Þá orkaði tvímælis að stofan ætti aðild að samkomulaginu þar sem málinu hefði á sínum tíma, að ósk ráðuneytisins sem og rekstraraðila, verið vísað til afgreiðslu ráðuneytisins [...] Þannig væru drög að umræddu samkomulagi alfarið unnin af hálfu ráðuneytisins og án aðkomu stofunnar og því væri óeðlilegt að Barnaverndarstofa skrifaði undir það. Á hinn bóginn væri stofunni skylt að hlíta fyrirmælum ráðherra í þessa veru ef svo bæri undir [...] Ég skyldi tryggja að það gengi eftir. Væri kallað eftir sjónarmiði mínu af hálfu annarra vegna samkomulagsins greindi ég frá því að ég myndi alls ekki tjá mig um það, hvorki verja það né gagnrýna.“
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira