Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu í umhverfisráðuneytinu til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skoða hvort niðurstöður hennar kalli á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Fulltrúar allra skrifstofa ráðuneytisins munu taka þátt í vinnunni auk aðstoðarmanns ráðherra. Hópnum er ætlað að rýna skýrslu rannsóknarnefndarinnar á næstu vikum og meta hvort þörf sé úrbóta og gera þá í kjölfarið tillögur um þær.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í tilkynningunni að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt dragi lærdóm af skýrslunni, ekki síst stjórnarráðið.
Í umhverfisráðuneytinu sé lögð áhersla á faglega og lýðræðislega stjórnsýslu og skýrsla rannsóknarnefndarinnar sé áskorun til að efla frammistöðu ráðuneytisins enn frekar.
Innlent