Troðfullt var út úr dyrum af kátum gestum í opnunarteiti sem haldið var á veitingastaðnum Happ á Höfðatorgi í gærkvöldi.
Eigendur staðarins, Þórdís Sigurðardóttir og Lukka Pálsdóttir, buðu gestum upp á dýrindis hollusturétti sem samanstóðu meðal annars af jólamatseðli Happ.
Skoðaðu hér út á hvað þessi heilsusamlega hugmynd gengur hjá Lukku og Þórdísi.
Skoða má myndir úr veislunni í meðfylgjandi myndasafni.