Viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2010 15:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnir hópinn í dag. Mynd/Stefán Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í dag fyrir heimaleiki á móti Norður-Írlandi og Króatíu á Laugdalsvellinum en þeir fara fram 19. og 22. júní næstkomandi. „Þetta er spennandi hópur. Ég fékk að velja 22 leikmenn og það eru þarna þrír nýliðar. Ég hef valið Sylvíu (Rán Sigurðardóttur) áður en ég er að velja Katrínu Ásbjörnsdóttur í fyrsta skipti," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. „Hópurinn er skipaður okkar bestu leikmönnum erlendis, leikmönnum sem hafa staðið sem vel í deildinni heima og svo ungum og efnilegum leikmönnum. Það er góð blanda í hópnum, sumar eru mjög reynslumiklar og sumar eru að stíga sín fyrstu skref," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 1-1 jafntefli á Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn með því að fiska og skora úr vítaspyrnu í lok leiksins. „Hún hefur staðið sig mjög vel með 19 ára landsliðinu og hefur farið vel að stað í deildinni. Hún er mjög efnilegur leikmaður," sagði Sigurður Ragnar. „Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) er líklega nýliði en hún hefur spilað mjög vel fyrir Stjörnuna. Svo má ekki gleyma Málfríði (Sigurðardóttur) því hún kemur aftur inn eftir töluvert langa fjarveru en hún eignaðist barn þarna í millitíðinni. Það er ánægjulegt að fá hana aftur inn því hún er búin að spila mjög vel fyrir Val," sagði Sigurður Ragnar. „Katrín Jónsdóttir getur mögulega náð frábærum áfanga í þessari leikjahrinu með því að spila sinn hundraðasta landsleik og það er sjálfsagt að vekja athygli á því. Hún bætir leikjametið í hverjum leik og það er bara Rúnar Kristinsson sem hefur náð þeim áfanga af íslensku knattspyrnufólki. Það er mjög spennandi," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Íslenska liðið þarf að vinna báða leikina til þess að eiga enn möguleika á efsta sætinu í riðlinum en eins og er hafa Frakkar þriggja stiga forskot á íslenska liðið. „Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur. Við setum þá kröfu á okkur sjálf að vinna báða þessa leiki því við viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt. Við munum því fara í báða þessa leiki og sækja til sigurs," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í dag fyrir heimaleiki á móti Norður-Írlandi og Króatíu á Laugdalsvellinum en þeir fara fram 19. og 22. júní næstkomandi. „Þetta er spennandi hópur. Ég fékk að velja 22 leikmenn og það eru þarna þrír nýliðar. Ég hef valið Sylvíu (Rán Sigurðardóttur) áður en ég er að velja Katrínu Ásbjörnsdóttur í fyrsta skipti," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. „Hópurinn er skipaður okkar bestu leikmönnum erlendis, leikmönnum sem hafa staðið sem vel í deildinni heima og svo ungum og efnilegum leikmönnum. Það er góð blanda í hópnum, sumar eru mjög reynslumiklar og sumar eru að stíga sín fyrstu skref," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 1-1 jafntefli á Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn með því að fiska og skora úr vítaspyrnu í lok leiksins. „Hún hefur staðið sig mjög vel með 19 ára landsliðinu og hefur farið vel að stað í deildinni. Hún er mjög efnilegur leikmaður," sagði Sigurður Ragnar. „Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) er líklega nýliði en hún hefur spilað mjög vel fyrir Stjörnuna. Svo má ekki gleyma Málfríði (Sigurðardóttur) því hún kemur aftur inn eftir töluvert langa fjarveru en hún eignaðist barn þarna í millitíðinni. Það er ánægjulegt að fá hana aftur inn því hún er búin að spila mjög vel fyrir Val," sagði Sigurður Ragnar. „Katrín Jónsdóttir getur mögulega náð frábærum áfanga í þessari leikjahrinu með því að spila sinn hundraðasta landsleik og það er sjálfsagt að vekja athygli á því. Hún bætir leikjametið í hverjum leik og það er bara Rúnar Kristinsson sem hefur náð þeim áfanga af íslensku knattspyrnufólki. Það er mjög spennandi," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Íslenska liðið þarf að vinna báða leikina til þess að eiga enn möguleika á efsta sætinu í riðlinum en eins og er hafa Frakkar þriggja stiga forskot á íslenska liðið. „Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur. Við setum þá kröfu á okkur sjálf að vinna báða þessa leiki því við viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt. Við munum því fara í báða þessa leiki og sækja til sigurs," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti