Formúla 1

Vettel fagnaði í Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sebastian Vettel.
Sebastian Vettel. Nordic Photos / Getty Images

Red Bull vann tvöfaldan sigur í brasilíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber komu fyrstir í mark í dag. Það dugði til að tryggja liðinu heimsmeistaratitilinn í flokki bílasmiða.

Fernando Alonso, Renault, er enn með forstyuna í stigakeppni ökuþóra en hann varð þriðji í Brasilíu í dag.

Nico Hülkenberg, Williams, var fremstur á ráspól í dag en datt niður í áttunda sæti. Hann missti tvo bíla fram úr sér strax á fyrsta hring.

McLaren-mennirnir Lewis Hamilton og Jenson Button urðu í 4. og 5. sæti í dag og þeir Nico Rosberg og Michael Schumacher á Mercedes komu þar á eftir.

Webber er annar í stigakeppni ökuþóra, átta stigum á eftir Alonso og Vettel kemur svo sjö stigum á eftir Webber í þriðja sætinu.

Úrslitin í dag:

1. Sebastian Vettel, RBR-Renault,

2. Mark Webber, RBR-Renault, +4.2 sek.

3. Fernando Alonso, Ferrari, 6.8 sek.

4. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes, +14.6 sek.

5. Jenson Button, McLaren-Mercedes, +15.5 sek.

6. Nico Rosberg, Mercedes GP, +35.3 sek.

7. Michael Schumacher, Mercedes GP, +43.4 sek.

8. Nico Hulkenberg, Williams-Cosworth, +1 hringur

9. Robert Kubica, Renault, +1 hringur

10. Kamui Kobayashi, BMW Sauber-Ferrari, +1 hringur

11. Jaime Alguersuari, STR-Ferrari , +1 hringur

12. Adrian Sutil, Force India-Mercedes, +1 hringur

13. Sebastien Buemi, STR-Ferrari, +1 hringur

14. Rubens Barrichello, Williams-Cosworth, +1 hringur

15. Felipe Massa, Ferrari, +1 hringur

16. Vitaly Petrov, Renault, +1 hringur

17. Nick Heidfeld, BMW Sauber-Ferrari, +1 hringur

18. Heikki Kovalainen, Lotus-Cosworth, +2 hringur

19. Jarno Trulli, Lotus-Cosworth, +2 hringir

20. Timo Glock, Virgin-Cosworth, +2 hringir

21. Bruno Senna, HRT-Cosworth, +2 hringir

22. Christian Klien, HRT-Cosworth , +6 hringir

Hætti: Lucas di Grassi, Virgin-Cosworth, +9 hringir

Hætti: Vitantonio Liuzzi, Force India-Mercedes, +22 hringir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×