Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 13:10 Kimi Antonelli er mjög efnilegur ökumaður og Mercedes ætlar að veðja á hann. Getty/Clive Rose Mercedes hefur fundið eftirmann Lewis Hamilton í formúlu 1 en sjöfaldi heimsmeistarinn er á leiðinni til Ferrari eftir þetta tímabil. Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira