Vilja byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins 13. janúar 2010 05:00 Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, situr fyrir miðju. Hátíðin á að stuðla að sýnileika íslenskrar hönnunar á erlendum vettvangi.Mynd/Hörður ellert ólafsson Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm RFF Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival er viðburður sem stofnað var af nokkrum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að starfa á sviði hönnunar og tónlistar. Viðburðurinn á að stuðla að sýnileika íslenskrar tísku og hönnunar á erlendum vettvangi og auka samstarf meðal íslenskra hönnuða og listamanna. Þeir sem koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival eru meðal annars E-Label, Nikita, Birna, Thelma-Design, Mundi Design og Faxaflói auk annara. Viðburðurinn mun fara fram dagana 19. og 20. mars og að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar verður dagskráin fjölbreytt og spennandi. Erlendum fjölmiðlamönnum verður meðal annars boðið á hátíðina til að tryggja góða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. „Hópurinn hefur verið að vinna að þessu síðan í september og það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarið við allan undirbúning. Þeir sem standa að þessu hafa allir mjög góð sambönd innan tískuheimsins, bæði hér heima og erlendis, sem við ætlum að nýta okkur til að gera viðburðinn glæsilegan úr garði. Svo mun viðburðafyrirtækið Faxaflói sjá um tónlistarviðburði sem taka við seinna um kvöldið,“ útskýrir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Hún segir mikilvægt að bæta ímynd tískuiðnaðarins á Íslandi eftir Iceland Fashion Week, sem margir töldu vera klúður. Ingibjörg segir hönnuði geta sótt um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar innan skamms en segir þátttöku einhverjum takmörkunum háð. „Við gerum ráð fyrir að um tuttugu manns geti tekið þátt nú í ár og er það vegna þess að húsnæðið rúmar ekki fleiri en vonandi eykst sá fjöldi á næstu árum.“ Sérstakur kynningarfundur verður haldinn í Hafnarhúsinu á morgun og hefst hann klukkan 20.00. Ingibjörg hvetur alla hönnuði til að mæta á fundinn og kynna sér viðburðinn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um RFF á vefsíðunni www.rff.is. - sm
RFF Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira