Ný listamessa í miðborginni í júlí 28. apríl 2010 06:30 Kristín Dagmar tekur á móti listafólki frá tólf galleríum í júlí. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er verkefni sem fyrst var haldið í Póllandi árið 2006. Þá var galleríum víða um heim boðið að koma og taka þátt í hátíðinni sem fram fór í yfirgefninni villu í borginni Varsjá. Í ár var ákveðið að verkefnið færi fram hér á landi og munu alls tólf gallerí taka þátt auk Kling og Bang og i8 gallerí sem eru starfandi hér í Reykjavík," segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Villa Reykjavík fer fram í Reykjavík dagana 9. júlí til 31. júlí. Þar munu listagallerí víðs vegar að taka þátt og mynda hálfgert listaþorp í borginni miðri. Að sögn Kristínar Dagmarar eru þau gallerí sem boðað hafa komu sína hingað til lands í sumar mjög skapandi og spennandi og munu þau standa fyrir ýmsum skemmtilegum listviðburðum ásamt sínum listamönnum. „Hver og einn byrjar á því að skipuleggja sitt verkefni í sínu heimalandi, svo koma þau hingað í sumar og setja upp listsýningar auk annarra viðburða líkt og tónleika, gjörninga og kvikmyndasýningar. Íslenska umgjörðin verður svo alfarið í höndum Gallerí Kling og Bang og munu þeir sjá um að setja upp sýningar íslensku listamannanna. Hugmyndin er að hafa afmarkað svæði hér í borginni þar sem hvert gallerí fær svolítið rými fyrir sig. Við erum að skoða auð húsnæði víða um bæinn en nákvæm staðsetning og heildardagsskrá verður tilkynnt síðar." Kristín Dagmar segir verkefnið geta haft góð áhrif á íslenskt listalíf auk þess sem það eflir tengsl á milli íslenskra og erlendra listamanna. „Það er frábært að fá þessi gallerí hingað, bæði fyrir borgarbúa og svo auðvitað íslenskt listalíf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listafólk til að sýna sig og sjá aðra," segir Kristín Dagmar að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar villareykjavik.com. - sm Lífið Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
„Þetta er verkefni sem fyrst var haldið í Póllandi árið 2006. Þá var galleríum víða um heim boðið að koma og taka þátt í hátíðinni sem fram fór í yfirgefninni villu í borginni Varsjá. Í ár var ákveðið að verkefnið færi fram hér á landi og munu alls tólf gallerí taka þátt auk Kling og Bang og i8 gallerí sem eru starfandi hér í Reykjavík," segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Villa Reykjavík fer fram í Reykjavík dagana 9. júlí til 31. júlí. Þar munu listagallerí víðs vegar að taka þátt og mynda hálfgert listaþorp í borginni miðri. Að sögn Kristínar Dagmarar eru þau gallerí sem boðað hafa komu sína hingað til lands í sumar mjög skapandi og spennandi og munu þau standa fyrir ýmsum skemmtilegum listviðburðum ásamt sínum listamönnum. „Hver og einn byrjar á því að skipuleggja sitt verkefni í sínu heimalandi, svo koma þau hingað í sumar og setja upp listsýningar auk annarra viðburða líkt og tónleika, gjörninga og kvikmyndasýningar. Íslenska umgjörðin verður svo alfarið í höndum Gallerí Kling og Bang og munu þeir sjá um að setja upp sýningar íslensku listamannanna. Hugmyndin er að hafa afmarkað svæði hér í borginni þar sem hvert gallerí fær svolítið rými fyrir sig. Við erum að skoða auð húsnæði víða um bæinn en nákvæm staðsetning og heildardagsskrá verður tilkynnt síðar." Kristín Dagmar segir verkefnið geta haft góð áhrif á íslenskt listalíf auk þess sem það eflir tengsl á milli íslenskra og erlendra listamanna. „Það er frábært að fá þessi gallerí hingað, bæði fyrir borgarbúa og svo auðvitað íslenskt listalíf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listafólk til að sýna sig og sjá aðra," segir Kristín Dagmar að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar villareykjavik.com. - sm
Lífið Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp