Þingið svipti flesta brotaþola bótunum 7. október 2010 06:00 Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Lagabreyting frá síðasta ári gerir það að verkum að sárafá fórnarlömb afbrota fá nokkru sinni bætur sem þeim eru dæmdar fyrir tjónið. Breytingin á að spara ríkinu um 60 milljónir á ári. Fram til 1. júlí í fyrra ábyrgðist ríkissjóður greiðslu bóta til fórnarlamba afbrota ef bæturnar námu 100 þúsund krónum eða meira. Það var síðan ríkissjóðs að innheimta bæturnar af gerandanum. Þessu var hins vegar breytt í fyrrasumar með svokölluðum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, á þann veg að lágmarksupphæðin var hækkuð í 400 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Helga I. Jónssyni, dómstóra Héraðsdóms Reykjavíkur, er ekki til tölfræði um skiptingu bótafjárhæða, en hins vegar liggi bróðurpartur bóta á þessu bili, frá 100 til 400 þúsund króna. Séu bæturnar lægri þarf þolandinn sjálfur að reyna að innheimta þær frá gerandanum. Lögmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að það sé hins vegar þrautin þyngri í flestum tilvikum og svari sjaldnast kostnaði við lögmanns- og innheimtuþjónustu. Fæstir fái því nokkuð greitt. Í greinargerð með bandorminum segir að breytingunni sé ætlað að lækka kostnað ríkissjóðs og taka tillit til verðlagsþróunar, enda hafði lágmarksupphæðin staðið í hundrað þúsund krónum í fjórtán ár. Breytingin geti sparað ríkissjóði um 60 milljónir á ári. Þá kemur fram að árið 2008 hafi um 200 fórnarlömb fengið dæmdar bætur umfram 100 þúsund krónur og því fengið greiðsluna úr ríkissjóði. Af þeim hafi 130 fengið bætur undir 400 þúsundum. Í dag fengju þeir einstaklingar ekkert úr ríkissjóði. Lítil umræða fór fram um málið á þingi. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, spurði um afleiðingar breytingarinnar og fékk svar frá Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra, sem sagði meðal annars að það væri ekki sársaukalaust að leggja fram tillögu um að fækka greiðslunum en valið hefði staðið á milli þess að fella lögin hreinilega úr gildi eða hækka lágmarkið. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira