Vonar að gosmyndin borgi varnargarðinn 17. apríl 2010 06:00 Ljósmynd Ólafs Þessi magnaða mynd Ólafs af bólstrunum úr Eyjafjallajökli hefur ratað í mörg helstu dagblöð, netmiðla og sjónvarpsstöðvar heims. MYnd/Ólafur Eggertsson Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira