Kvennalið Fram í handknattleik stendur vel að vígi eftir fyrri leikinn gegn króatíska liðinu Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu.
Fram vann í dag, 31-26, og sigurinn er þeim mun mikilvægari þar sem þetta var heimaleikur króatíska liðsins en leikið var í Safamýri þar sem Fram keypti útileikinn.
Liðin mætast á nýjan leik klukkan 16.00 á morgun.