Pólitísk kreppa Þorsteinn Pálsson skrifar 20. febrúar 2010 06:00 Þjóðin glímir nú við tvenns konar kreppu. Samhliða efnahagskreppu er það pólitísk kreppa. Lykillinn að lausn efnahagskreppunnar er að leysa pólitísku kreppuna fyrst. En hvernig má það vera að pólitísk kreppa hafi grafið um sig aðeins tæpu ári eftir kosningar? Síðustu kosningar voru að því leyti merkilegar að þá var í fyrsta skipti síðan 1967 beinlínis kosið um ríkisstjórn. Ríkisstjórnin fékk afgerandi umboð frá kjósendum. Pólitíska kreppan snýst því ekki um veika valdastöðu. Hún er alfarið af málefnalegum toga. Í kosningunum staðfesti þjóðin einnig þá málefnalegu ákvörðun tveggja ríkisstjórna, og þar með Sjálfstæðisflokksins, að grundvalla efnahagsendurreisnina á samstarfsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Vandinn er þessi: Samstarfsáætlunin mælir fyrir um víðtækustu íhaldsúrræði á sviði ríkisfjármála og peningamála sem þjóðin hefur nokkru sinni horfst í augu við. Til þess að framkvæma þessi íhaldsúrræði kaus þjóðin hins vegar mestu vinstri stjórn allra tíma. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa af samviskusemi reynt að framkvæma hluta af þeirri íhaldsstefnu sem samstarfsáætlunin gerir ráð fyrir. Á sama tíma hafa þeir verið í hugmyndafræðilegu uppgjöri gegn Sjálfstæðisflokknum sem stendur íhaldsstefnunni næst. Rætur pólitísku kreppunnar liggja í því að stjórnarflokkarnir hafa tekist á hendur að framfylgja stefnu sem þeim er ekki í brjóst borin. Þessi þverstæða á sér eðlilega skýringu hvað sem öðru líður. Kosningarnar voru fyrst og fremst uppgjör við hrunið. Af sjálfu leiddi að eini flokkurinn sem var saklaus af ríkisstjórnarsetu hlyti kosningu til valda og ábyrgðar. Sú pólitíska hugsun sem bjó að baki þeirri niðurstöðu sýnist enn vera rík meðal þjóðarinnar. Endurreisnaráætlunin Íhaldsúrræðin í samstarfsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn lúta að stærstum hluta að ríkisfjármálum og peningamálum. Fjárlög þessa árs eru í samræmi við áætlunina. Flest bendir hins vegar til að þau geymi pappírsákvarðanir sem ekki standist í raun. Stóri niðurskurðurinn kemur fyrst á næsta ári. Ef einhverjar líkur ættu að vera á að þau markmið náist þyrfti ríkisstjórnin nú þegar að vera í umræðum á Alþingi um stefnumarkandi ákvarðanir varðandi endurmat á opinberri þjónustu, skipulagsbreytingar og hagræðingu. Ákvarðanir af þessu tagi þarf að taka með löngum fyrirvara. Ástæðan fyrir tómlæti stjórnarinnar í þessum efnum er ekki skilningsskortur forystumanna ríkisstjórnarinnar. Hún er sú að í raun er ekki nægjanlegur stuðningur í baklandi þeirra fyrir slíkum íhaldsúrræðum. Þeir komast einfaldlega ekki nógu langt. Grundvallarágreiningur er á milli ríkisstjórnarflokkanna um framtíðarstefnu í peningamálum. Hún ræður þó úrslitum varðandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og stöðu heimilanna. Á þessu sviði er að vísu einnig veikleiki í stefnu stjórnarandstöðuflokkanna. Efnahagsáætlunin gerir ráð fyrir stóraukinni verðmætasköpun í orkufrekum iðnaði. Hugmyndafræðilegur ágreiningur útilokar að þær forsendur endurreisnarinnar verði að veruleika. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir framleiðniaukningu í sjávarútvegi. Af hugmyndafræðilegum ástæðum er áformað að kippa þeirri stoð undan áætluninni með því að hverfa frá markaðsstýringu. Þó að sumt hafi þokast í rétta átt á liðnu ári er nú þegar ljóst að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa ekki af hugmyndafræðilegum ástæðum nægan stuðning í eigin röðum til að fylgja efnahagsáætluninni eftir eins og nauðsyn krefur. Þetta er pólitísk kreppa sem horfast verður í augu við. Engin nærtæk lausn Klípan er sú að fleiri lausnir eru sjáanlegar á efnahagskreppunni en pólitísku kreppunni. Í raun réttri er engin nærtæk lausn á pólitísku hlið kreppunnar. Þjóðin er enn að gera upp við fortíðina. Kosningar eru þar af leiðandi ekki líklegar eins og sakir standa til að leysa hnútinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa pólitískan hag af því að bíða rólegir. Eftir hefðbundnum lögmálum ættu þeir að styrkja stöðu sína þegar áhrifin af pólitísku kreppunni fara að koma fram af fullum þunga á næsta ári. Við venjulegar aðstæður væri það eðlileg og lýðræðisleg framvinda mála. Tímarnir eru hins vegar óvenjulegir. Veruleikinn er sá að þjóðin hefur ekki efni á að taka áhættuna af því að pólitíska kreppan fari að bíta. Við erum of nærri nýju hruni til þess að það sé verjanlegt. Þjóðstjórn gæti verið kostur. Hún leysir þó engan vanda ef hún snýst bara um skiptingu ráðuneyta eða valda. Hún þyrfti að fela í sér samstöðu og sannfæringu fyrir framkvæmd á öllum lykilatriðum samstarfssamningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og framtíðarstefnu í peningamálum sem tryggir samkeppnishæfni landsins. Slík stjórn kallar á málamiðlun milli flokka. Aukheldur yrðu allir flokkarnir í misríkum mæli að taka afstöðu til mála sem innbyrðis ágreiningur er um. Það yrði vandamest. Engin leið er að sætta alla. Stjórnarandstaðan kæmi því væntanlega fram í mismunandi hópum þingmanna einstakra flokka eftir málum hverju sinni. Þetta er ekki líklegur kostur. Aðrir bera þó ekki við sjónarrönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Þjóðin glímir nú við tvenns konar kreppu. Samhliða efnahagskreppu er það pólitísk kreppa. Lykillinn að lausn efnahagskreppunnar er að leysa pólitísku kreppuna fyrst. En hvernig má það vera að pólitísk kreppa hafi grafið um sig aðeins tæpu ári eftir kosningar? Síðustu kosningar voru að því leyti merkilegar að þá var í fyrsta skipti síðan 1967 beinlínis kosið um ríkisstjórn. Ríkisstjórnin fékk afgerandi umboð frá kjósendum. Pólitíska kreppan snýst því ekki um veika valdastöðu. Hún er alfarið af málefnalegum toga. Í kosningunum staðfesti þjóðin einnig þá málefnalegu ákvörðun tveggja ríkisstjórna, og þar með Sjálfstæðisflokksins, að grundvalla efnahagsendurreisnina á samstarfsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Vandinn er þessi: Samstarfsáætlunin mælir fyrir um víðtækustu íhaldsúrræði á sviði ríkisfjármála og peningamála sem þjóðin hefur nokkru sinni horfst í augu við. Til þess að framkvæma þessi íhaldsúrræði kaus þjóðin hins vegar mestu vinstri stjórn allra tíma. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa af samviskusemi reynt að framkvæma hluta af þeirri íhaldsstefnu sem samstarfsáætlunin gerir ráð fyrir. Á sama tíma hafa þeir verið í hugmyndafræðilegu uppgjöri gegn Sjálfstæðisflokknum sem stendur íhaldsstefnunni næst. Rætur pólitísku kreppunnar liggja í því að stjórnarflokkarnir hafa tekist á hendur að framfylgja stefnu sem þeim er ekki í brjóst borin. Þessi þverstæða á sér eðlilega skýringu hvað sem öðru líður. Kosningarnar voru fyrst og fremst uppgjör við hrunið. Af sjálfu leiddi að eini flokkurinn sem var saklaus af ríkisstjórnarsetu hlyti kosningu til valda og ábyrgðar. Sú pólitíska hugsun sem bjó að baki þeirri niðurstöðu sýnist enn vera rík meðal þjóðarinnar. Endurreisnaráætlunin Íhaldsúrræðin í samstarfsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn lúta að stærstum hluta að ríkisfjármálum og peningamálum. Fjárlög þessa árs eru í samræmi við áætlunina. Flest bendir hins vegar til að þau geymi pappírsákvarðanir sem ekki standist í raun. Stóri niðurskurðurinn kemur fyrst á næsta ári. Ef einhverjar líkur ættu að vera á að þau markmið náist þyrfti ríkisstjórnin nú þegar að vera í umræðum á Alþingi um stefnumarkandi ákvarðanir varðandi endurmat á opinberri þjónustu, skipulagsbreytingar og hagræðingu. Ákvarðanir af þessu tagi þarf að taka með löngum fyrirvara. Ástæðan fyrir tómlæti stjórnarinnar í þessum efnum er ekki skilningsskortur forystumanna ríkisstjórnarinnar. Hún er sú að í raun er ekki nægjanlegur stuðningur í baklandi þeirra fyrir slíkum íhaldsúrræðum. Þeir komast einfaldlega ekki nógu langt. Grundvallarágreiningur er á milli ríkisstjórnarflokkanna um framtíðarstefnu í peningamálum. Hún ræður þó úrslitum varðandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og stöðu heimilanna. Á þessu sviði er að vísu einnig veikleiki í stefnu stjórnarandstöðuflokkanna. Efnahagsáætlunin gerir ráð fyrir stóraukinni verðmætasköpun í orkufrekum iðnaði. Hugmyndafræðilegur ágreiningur útilokar að þær forsendur endurreisnarinnar verði að veruleika. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir framleiðniaukningu í sjávarútvegi. Af hugmyndafræðilegum ástæðum er áformað að kippa þeirri stoð undan áætluninni með því að hverfa frá markaðsstýringu. Þó að sumt hafi þokast í rétta átt á liðnu ári er nú þegar ljóst að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa ekki af hugmyndafræðilegum ástæðum nægan stuðning í eigin röðum til að fylgja efnahagsáætluninni eftir eins og nauðsyn krefur. Þetta er pólitísk kreppa sem horfast verður í augu við. Engin nærtæk lausn Klípan er sú að fleiri lausnir eru sjáanlegar á efnahagskreppunni en pólitísku kreppunni. Í raun réttri er engin nærtæk lausn á pólitísku hlið kreppunnar. Þjóðin er enn að gera upp við fortíðina. Kosningar eru þar af leiðandi ekki líklegar eins og sakir standa til að leysa hnútinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa pólitískan hag af því að bíða rólegir. Eftir hefðbundnum lögmálum ættu þeir að styrkja stöðu sína þegar áhrifin af pólitísku kreppunni fara að koma fram af fullum þunga á næsta ári. Við venjulegar aðstæður væri það eðlileg og lýðræðisleg framvinda mála. Tímarnir eru hins vegar óvenjulegir. Veruleikinn er sá að þjóðin hefur ekki efni á að taka áhættuna af því að pólitíska kreppan fari að bíta. Við erum of nærri nýju hruni til þess að það sé verjanlegt. Þjóðstjórn gæti verið kostur. Hún leysir þó engan vanda ef hún snýst bara um skiptingu ráðuneyta eða valda. Hún þyrfti að fela í sér samstöðu og sannfæringu fyrir framkvæmd á öllum lykilatriðum samstarfssamningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og framtíðarstefnu í peningamálum sem tryggir samkeppnishæfni landsins. Slík stjórn kallar á málamiðlun milli flokka. Aukheldur yrðu allir flokkarnir í misríkum mæli að taka afstöðu til mála sem innbyrðis ágreiningur er um. Það yrði vandamest. Engin leið er að sætta alla. Stjórnarandstaðan kæmi því væntanlega fram í mismunandi hópum þingmanna einstakra flokka eftir málum hverju sinni. Þetta er ekki líklegur kostur. Aðrir bera þó ekki við sjónarrönd.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun