Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar Þorsteinn Pálsson skrifar 23. janúar 2010 12:15 Traust bakland um völdin Eðlilega vakti athygli að flokksráð VG gat ekki ályktað um Icesave; stærstu þraut sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við. Flestir telja það bera vott um veikleika. Á þessum peningi eins og öðrum eru tvær hliðar. Þegar kjarni aðalvaldaflokks landsins talar til þjóðarinnar skýrast þrýstilínur á veðurkortum stjórnmálanna. Flokkurinn var klofinn í Icesave-málinu áður en til fundarins kom. Sú staðreynd hefur bæði veikt flokkinn og ríkisstjórnina. Að því leyti breytti fundurinn engu. Hinu er ekki að neita að það er til marks um styrkleika forystunnar að hún skuli við þessar aðstæður sleppa við gagnrýni eða takmörkun á umboði í þessu máli í ályktunum fundarins. Í reynd þýðir þetta að formaður VG heldur forystuhlutverki sínu í stjórnarsamstarfinu þrátt fyrir þennan veikleika. Hann má því ágætlega við una. Í þessu ljósi sýnir þunnt hljóð þagnarinnar um Icesave trúlega skarpari pólitíska þrýstilínu en skýr og skorinorð ályktun gegn Evrópusambandsaðild. Enginn veit hvað hún þýðir. Ljóst er til að mynda að henni er ekki ætlað að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. VG ályktar á hverjum fundi gegn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Þær ályktanir hafa beinlínis gagnstæða merkingu í raunveruleikanum því að flokkurinn tekur fulla pólitíska og stjórnskipulega ábyrgð á Atlantshafsbandalagsaðildinni. Vel má vera að andstaðan gegn Evrópusambandsaðildinni fái sömu örlög og ályktanirnar gegn Atlantshafsbandalaginu: Hún verði þannig einungis til notkunar á lokuðum flokksfundum og í dótturfélögum með sömu heimsýn. Þetta er þó verulegri óvissu háð og trúlega þurfa aðrir að taka ákvörðunina áður en sú staða kemur upp. Af þessu má ráða að flokksráðssamþykkt VG þarf að draga inn á pólitísk veðurkort með hliðsjón af öðrum pólitískum þrýstilínum. Ella verður ekki rétt úr henni lesið.Ótraust bakland um málefninÁ sama hátt og ályktanir flokksráðs VG báru vott um styrk flokksforystunnar og stuðning við ríkisstjórnina sýndu þær að forystan hefur ótraust málefnalegt bakland til að takast á við erfiðustu viðfangsefnin sem hún stendur andspænis. Þær óglöggu pólitísku þrýstilínur gætu verið fyrirboði um nýtt skaðaveður í efnahagsmálum.Í ríkisstjórninni bera ráðherrar VG ábyrgð á fjármálaráðuneytinu og tveimur af þremur stærstu útgjaldaráðuneytunum. Eitt af lykilatriðum endurreisnarinnar er að ríkisstjórnin standi við skuldbindingarnar í samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands um jöfnuð í ríkisrekstrinum á næsta ári.Flokksráð VG lætur eins og þetta verkefni sé ekki á dagskrá. Það eru alvarlegustu tíðindin frá þessum umtalaða flokksráðsfundi þó að þau hafi ekki vakið athygli fjölmiðla. Þau eru skýr vísbending um að forysta VG hafi ekki málefnalegan stuðning í þeim kjarna sem stendur að baki henni til að glíma við þetta viðfangsefni. Strax í upphafi stjórnarsamstarfsins fyrir ári komu fram efasemdir um að ríkisstjórnin myndi hafa stuðning í baklandi VG til að hrinda þeim íhaldsúrræðum í framkvæmd sem samstarfsáætlunin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gerir ráð fyrir.Að vísu er ekki ástæða til að draga vilja flokksforystunnar í efa í þessum efnum. Hún fer hins vegar ekki út á vígvöllinn ef riddaraliðið fylgir ekki á eftir. Í þessu ljósi eykur þögn flokksráðsfundarins á efasemdir um getu ríkisstjórnarinnar til að leysa ríkisfjármálin.Þrjú lykilmál í lausu loftiJafnvægi í ríkisfjármálum, lausn á Icesave og ný skýr framtíðarstefna í peningamálum eru lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins. Fari eitt af þessum málum úrskeiðis mistekst endurreisnin.Pólitíski vandi þjóðarinnar er sá að VG, flokkurinn sem hún hefur kosið til að bera hita og þunga stjórnarsamstarfsins, er andvígur nýrri stefnu í peningamálum, er klofinn um Icesave og ófús að axla ábyrgð á íhaldsúrræðum í ríkisfjármálum. Ætla má að flokksforystan geti farið sínu fram gegn vilja kjarnans í flokksráðinu í einu af þessum þremur málum. Hæpið er að hún hafi afl til að ganga lengra, þrátt fyrir góðan vilja. Þeir fjötrar binda nú Ísland.Leysist Icesave fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar með nýjum samningum myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hagnast mest á því pólitískt. Trúverðugleiki þeirra myndi styrkjast til muna. Þeir þarfnast þess. Ríkisstjórnin myndi á hinn bóginn hafa hag af því að losna við mál sem hún getur ekki leyst upp á eigin spýtur.Fari svo sem horfir að ríkisstjórnin tapi Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu eru öll þrjú lykilatriði endurreisnarinnar enn í lausu lofti einu og hálfu ári eftir hrun gjaldmiðilsins og falls bankanna. Helstu samstarfs-viðskiptaþjóðir Íslands munu horfa á þá heildarmynd en ekki bara einn þátt hennar. Enginn veit hvort það þyngir eða léttir lausn á Icesave-þrautinni.Þann stóra lærdóm má draga af flokksráðsfundi VG að sú stund er komin að forystumenn í stjórnmálum freisti þess að brjóta upp þá lokuðu málefnastöðu sem íslensk pólitík er föst í. Ef það er ekki raunhæft er spurning hvort endurreisnin er raunhæf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Traust bakland um völdin Eðlilega vakti athygli að flokksráð VG gat ekki ályktað um Icesave; stærstu þraut sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við. Flestir telja það bera vott um veikleika. Á þessum peningi eins og öðrum eru tvær hliðar. Þegar kjarni aðalvaldaflokks landsins talar til þjóðarinnar skýrast þrýstilínur á veðurkortum stjórnmálanna. Flokkurinn var klofinn í Icesave-málinu áður en til fundarins kom. Sú staðreynd hefur bæði veikt flokkinn og ríkisstjórnina. Að því leyti breytti fundurinn engu. Hinu er ekki að neita að það er til marks um styrkleika forystunnar að hún skuli við þessar aðstæður sleppa við gagnrýni eða takmörkun á umboði í þessu máli í ályktunum fundarins. Í reynd þýðir þetta að formaður VG heldur forystuhlutverki sínu í stjórnarsamstarfinu þrátt fyrir þennan veikleika. Hann má því ágætlega við una. Í þessu ljósi sýnir þunnt hljóð þagnarinnar um Icesave trúlega skarpari pólitíska þrýstilínu en skýr og skorinorð ályktun gegn Evrópusambandsaðild. Enginn veit hvað hún þýðir. Ljóst er til að mynda að henni er ekki ætlað að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. VG ályktar á hverjum fundi gegn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Þær ályktanir hafa beinlínis gagnstæða merkingu í raunveruleikanum því að flokkurinn tekur fulla pólitíska og stjórnskipulega ábyrgð á Atlantshafsbandalagsaðildinni. Vel má vera að andstaðan gegn Evrópusambandsaðildinni fái sömu örlög og ályktanirnar gegn Atlantshafsbandalaginu: Hún verði þannig einungis til notkunar á lokuðum flokksfundum og í dótturfélögum með sömu heimsýn. Þetta er þó verulegri óvissu háð og trúlega þurfa aðrir að taka ákvörðunina áður en sú staða kemur upp. Af þessu má ráða að flokksráðssamþykkt VG þarf að draga inn á pólitísk veðurkort með hliðsjón af öðrum pólitískum þrýstilínum. Ella verður ekki rétt úr henni lesið.Ótraust bakland um málefninÁ sama hátt og ályktanir flokksráðs VG báru vott um styrk flokksforystunnar og stuðning við ríkisstjórnina sýndu þær að forystan hefur ótraust málefnalegt bakland til að takast á við erfiðustu viðfangsefnin sem hún stendur andspænis. Þær óglöggu pólitísku þrýstilínur gætu verið fyrirboði um nýtt skaðaveður í efnahagsmálum.Í ríkisstjórninni bera ráðherrar VG ábyrgð á fjármálaráðuneytinu og tveimur af þremur stærstu útgjaldaráðuneytunum. Eitt af lykilatriðum endurreisnarinnar er að ríkisstjórnin standi við skuldbindingarnar í samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands um jöfnuð í ríkisrekstrinum á næsta ári.Flokksráð VG lætur eins og þetta verkefni sé ekki á dagskrá. Það eru alvarlegustu tíðindin frá þessum umtalaða flokksráðsfundi þó að þau hafi ekki vakið athygli fjölmiðla. Þau eru skýr vísbending um að forysta VG hafi ekki málefnalegan stuðning í þeim kjarna sem stendur að baki henni til að glíma við þetta viðfangsefni. Strax í upphafi stjórnarsamstarfsins fyrir ári komu fram efasemdir um að ríkisstjórnin myndi hafa stuðning í baklandi VG til að hrinda þeim íhaldsúrræðum í framkvæmd sem samstarfsáætlunin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gerir ráð fyrir.Að vísu er ekki ástæða til að draga vilja flokksforystunnar í efa í þessum efnum. Hún fer hins vegar ekki út á vígvöllinn ef riddaraliðið fylgir ekki á eftir. Í þessu ljósi eykur þögn flokksráðsfundarins á efasemdir um getu ríkisstjórnarinnar til að leysa ríkisfjármálin.Þrjú lykilmál í lausu loftiJafnvægi í ríkisfjármálum, lausn á Icesave og ný skýr framtíðarstefna í peningamálum eru lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins. Fari eitt af þessum málum úrskeiðis mistekst endurreisnin.Pólitíski vandi þjóðarinnar er sá að VG, flokkurinn sem hún hefur kosið til að bera hita og þunga stjórnarsamstarfsins, er andvígur nýrri stefnu í peningamálum, er klofinn um Icesave og ófús að axla ábyrgð á íhaldsúrræðum í ríkisfjármálum. Ætla má að flokksforystan geti farið sínu fram gegn vilja kjarnans í flokksráðinu í einu af þessum þremur málum. Hæpið er að hún hafi afl til að ganga lengra, þrátt fyrir góðan vilja. Þeir fjötrar binda nú Ísland.Leysist Icesave fyrir tilstuðlan stjórnarandstöðunnar með nýjum samningum myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hagnast mest á því pólitískt. Trúverðugleiki þeirra myndi styrkjast til muna. Þeir þarfnast þess. Ríkisstjórnin myndi á hinn bóginn hafa hag af því að losna við mál sem hún getur ekki leyst upp á eigin spýtur.Fari svo sem horfir að ríkisstjórnin tapi Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu eru öll þrjú lykilatriði endurreisnarinnar enn í lausu lofti einu og hálfu ári eftir hrun gjaldmiðilsins og falls bankanna. Helstu samstarfs-viðskiptaþjóðir Íslands munu horfa á þá heildarmynd en ekki bara einn þátt hennar. Enginn veit hvort það þyngir eða léttir lausn á Icesave-þrautinni.Þann stóra lærdóm má draga af flokksráðsfundi VG að sú stund er komin að forystumenn í stjórnmálum freisti þess að brjóta upp þá lokuðu málefnastöðu sem íslensk pólitík er föst í. Ef það er ekki raunhæft er spurning hvort endurreisnin er raunhæf.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun