Feldberg órafmögnuð í íslenskri ljósmyndabúð í London 6. maí 2010 08:00 Hljómsveitin Feldberg spilaði í ljósmyndaverslun Höddu Hreiðarsdóttur í Soho-hverfinu í London. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira