Umfjöllun: Sigurbergur skaut Gróttu í kaf Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. mars 2010 17:34 Sigurbergur var í banastuði í dag. Mynd/Valli Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira