Hótanir hér og þar Jónína Michealesdóttir skrifar 1. mars 2011 00:01 Frá því ég man eftir mér, hef ég litið á hótanir annarra sem vanmátt og öryggisleysi þess sem hótar, hvort sem það var á skólalóðinni, heima, eða á vinnustað. Kannski vegna þess að sjálf er ég svo heppin, að ég hef ég aldrei verið mannhrædd. Ég var ekki oft skömmuð og aldrei nema það væri verðskuldað. Ef skammirnar voru háværar, þá beið maður rólegur eftir að þeim lyki svo maður gæti haldið áfram að leika sér, og skildi ekki afhverju fullorðið fólk gat ekki fundið að við mann án þess að komast í uppnám. Ég átti hins vegar vini af báðum kynjum sem voru hræddir við reiði foreldra sinna, sem höfðu hótað refsingum ef þau leyfðu sér þetta eða hitt, og líka við hrekkjusvínin á skólalóðinni. Beygðu jafnvel hegðun sína að dyntum þessara krakka til að komast ekki í ónáð eða fá að vera í friði. Fólk sem hefur enga stjórn á skapi sínu þegar út af ber, ekki síst ef um foreldra er að ræða, getur brotið niður þá sem viðkvæmir eru, þó að það sjáist kannski ekki utan á þeim. Svo eru hinir sem er alveg sama, en missa virðingu fyrir foreldrunum, og það er ekki gott. Hvorki fyrir börnin né foreldrana. Myrkfælnir eða mannhræddir Ég man eftir lítilli stúlku sem öllum líkaði vel við. Hún var og er skemmtileg, sjálfsörugg, mannblendin og hörkudugleg. En hún missti bæði lit og ljóma ef upp kom hávært rifrildi og hótanir eða ef ruddalegu orðfæri var beint að henni. Við lá að maður sæi hraðan hjarstsláttinn í gegnum fötin hennar. Sjálfsöruggt fólk getur verið ofurviðkvæmt, þó að það beri það ekki með sér. Sumir eru myrkfælnir, aðrir geta verið mannhræddir, í þeim skilningi, að þeir höndla ekki ágengni, hótanir og ruddaskap, og eiga erfitt með að standa með sjálfum sér í slíkum aðstæðum. Kjósa fremur að beygja hjá. Mikilvægt er að foreldrar og vinir slíkra barna standi vörð um tilfinningalíf þeirra á uppvaxtarárunum. Framhaldið getur ráðist af því. Hótanir, eins og: Þú skalt eiga mig á fæti ef þú gegnir ekki og ef þú kemur ekki heim á réttum tíma skaltu hafa verra af,” hafa lengi verið algengar, en hvorug er yfirleitt tilefni til að kvíðakasts. Þetta eru auðvitað hversdagslegu hótanirnar. Alvarlegri og hættulegri hótanir eru víða í samfélaginu í dag. Sumar ógna lífi og heilsu þeirra sem þær beinast að, og eru gjarnan sprottnar úr áhættusækni sem hefur farið úr böndum.Ísbjörg og Evrópa Á síðustu misserum hefur mörgum þótt glitta í hótunarafleggjara hér og þar í opinberri umræðu. Til dæmis þegar fólk neitaði að samþykkja Svavarssamninginn um Ísbjörgina. Við yrðum Kúba norðursins og margt verra. Þegar forsetinn landsins neitaði að samþykkja samninginn í annað sinn í óþökk forsætisráðherra, talaði ráðherrann um að láta kjósa um stjórnlagaþing um leið og Icesave samninginn, og minnti á að þar kæmi forsetaembættið inn í, ef mig misminnir ekki. Umræðan um aðild Ísland að Evrópusambandinu er býsna dreifð. Aðildin er hjartans mál forsætisráðherran, en martröð fjármálaráðherrans. Virkir hópar, bæði pólitískir og þverpólitískir eru að kynna kosti og lesti aðildar. Og í báðum tilvikum er bent á hvað gæti komið fyrir ef af aðild yrði, ýmist jákvætt eða neikvætt. Einhvern veginn þætti manni eðlilegra að hóparnir væru að ræða saman, þó að þeir rói ekki í sömu átt. Enda á þjóðin síðasta orðið í þessu máli. Að minnsta kosti treystir maður að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Frá því ég man eftir mér, hef ég litið á hótanir annarra sem vanmátt og öryggisleysi þess sem hótar, hvort sem það var á skólalóðinni, heima, eða á vinnustað. Kannski vegna þess að sjálf er ég svo heppin, að ég hef ég aldrei verið mannhrædd. Ég var ekki oft skömmuð og aldrei nema það væri verðskuldað. Ef skammirnar voru háværar, þá beið maður rólegur eftir að þeim lyki svo maður gæti haldið áfram að leika sér, og skildi ekki afhverju fullorðið fólk gat ekki fundið að við mann án þess að komast í uppnám. Ég átti hins vegar vini af báðum kynjum sem voru hræddir við reiði foreldra sinna, sem höfðu hótað refsingum ef þau leyfðu sér þetta eða hitt, og líka við hrekkjusvínin á skólalóðinni. Beygðu jafnvel hegðun sína að dyntum þessara krakka til að komast ekki í ónáð eða fá að vera í friði. Fólk sem hefur enga stjórn á skapi sínu þegar út af ber, ekki síst ef um foreldra er að ræða, getur brotið niður þá sem viðkvæmir eru, þó að það sjáist kannski ekki utan á þeim. Svo eru hinir sem er alveg sama, en missa virðingu fyrir foreldrunum, og það er ekki gott. Hvorki fyrir börnin né foreldrana. Myrkfælnir eða mannhræddir Ég man eftir lítilli stúlku sem öllum líkaði vel við. Hún var og er skemmtileg, sjálfsörugg, mannblendin og hörkudugleg. En hún missti bæði lit og ljóma ef upp kom hávært rifrildi og hótanir eða ef ruddalegu orðfæri var beint að henni. Við lá að maður sæi hraðan hjarstsláttinn í gegnum fötin hennar. Sjálfsöruggt fólk getur verið ofurviðkvæmt, þó að það beri það ekki með sér. Sumir eru myrkfælnir, aðrir geta verið mannhræddir, í þeim skilningi, að þeir höndla ekki ágengni, hótanir og ruddaskap, og eiga erfitt með að standa með sjálfum sér í slíkum aðstæðum. Kjósa fremur að beygja hjá. Mikilvægt er að foreldrar og vinir slíkra barna standi vörð um tilfinningalíf þeirra á uppvaxtarárunum. Framhaldið getur ráðist af því. Hótanir, eins og: Þú skalt eiga mig á fæti ef þú gegnir ekki og ef þú kemur ekki heim á réttum tíma skaltu hafa verra af,” hafa lengi verið algengar, en hvorug er yfirleitt tilefni til að kvíðakasts. Þetta eru auðvitað hversdagslegu hótanirnar. Alvarlegri og hættulegri hótanir eru víða í samfélaginu í dag. Sumar ógna lífi og heilsu þeirra sem þær beinast að, og eru gjarnan sprottnar úr áhættusækni sem hefur farið úr böndum.Ísbjörg og Evrópa Á síðustu misserum hefur mörgum þótt glitta í hótunarafleggjara hér og þar í opinberri umræðu. Til dæmis þegar fólk neitaði að samþykkja Svavarssamninginn um Ísbjörgina. Við yrðum Kúba norðursins og margt verra. Þegar forsetinn landsins neitaði að samþykkja samninginn í annað sinn í óþökk forsætisráðherra, talaði ráðherrann um að láta kjósa um stjórnlagaþing um leið og Icesave samninginn, og minnti á að þar kæmi forsetaembættið inn í, ef mig misminnir ekki. Umræðan um aðild Ísland að Evrópusambandinu er býsna dreifð. Aðildin er hjartans mál forsætisráðherran, en martröð fjármálaráðherrans. Virkir hópar, bæði pólitískir og þverpólitískir eru að kynna kosti og lesti aðildar. Og í báðum tilvikum er bent á hvað gæti komið fyrir ef af aðild yrði, ýmist jákvætt eða neikvætt. Einhvern veginn þætti manni eðlilegra að hóparnir væru að ræða saman, þó að þeir rói ekki í sömu átt. Enda á þjóðin síðasta orðið í þessu máli. Að minnsta kosti treystir maður að svo verði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun