Meðfylgjandi myndir voru teknar á tískusýningu sem fram fór í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á fimmtudaginn var. Haffi haff sló í gegn sem kynnir á meðan nemendur fjölbrautaskólans sýndu fatnað frá Volcano, Nikita, Sautján, Kiss, Brim, Naked ape, Gestný Design, Nostalgía, Spútnik og E-label.
Nemar úr Tækniskólanum sáu alfarið um hár sýningarfólksins sem fékk gjafapoka frá Schwarzkopf að launum eftir vel heppnaða sýningu.
Eins og sjá má á myndunum sátu Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti á fremsta bekk.
