Icelandair mun annast miðasölu fyrir ÍSÍ fyrir ÓL í London 15. mars 2011 16:00 Ólafur Rafnsson og Birkir Hólm Guðnason handsala samninginn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908. Erlendar Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908.
Erlendar Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira