Fótum troðnir karlmenn Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. mars 2011 06:15 Útvarpið er bilað, önnur framrúðan lokast ekki og einn hjólkoppanna er týndur. Þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum hefur verið lýst sem brotajárni á hjólum. Í umsókn um bílatryggingu sem ég fyllti út á netinu á dögunum ákvað ég að láta þess ógetið. Í Bretlandi fer verð bílatrygginga m.a. eftir því á hvernig bíl maður ekur, hvar maður býr og við hvað maður starfar. Hvorki titillinn „dálkahöfundur", „blaðamaður" né „rithöfundur" uppskar hagstæðu iðgjöldin sem ég leitaði að. Eftir að hafa fiktað aðeins í eyðublaðinu og teygt á starfslýsingu minni með hugmyndafluginu endaði ég með titilinn „prófarkalesari" og lækkað verð. Það var þó ekki fyrr en ég fyllti út reitinn „kyn" sem ég datt í lukkupottinn. Í Bretlandi greiða konur allt að þriðjungi lægri bílatryggingar en karlar. En Adam – eða kannski heldur Eva – var ekki lengi í Paradís. Þrátt fyrir alla konur-eru-svo-lélegir-bílstjórar-brandarana sýna rannsóknir að konur eru langtum betri ökumenn en karlar og hefur slíkt áhættumat legið til grundvallar mismunandi iðgjöldum. Nú hefur Evrópusambandið hins vegar kveðið á um að ekki megi lengur nota kyn umsækjanda sem forsendu þegar tilboð eru gefin í bílatryggingar. Þótt tíminn hafi sorfið hugmyndafræði æskuára minna sem að mestu hefur vikið fyrir pragmatisma og raunsæi hef ég þó enn engan afslátt gefið af jafnréttishugsjóninni. Sem ákafur jafnréttissinni voru fyrstu viðbrögð mín að fagna þessu skrefi að réttlátari heimi. En svo tók kalt raunsæið við. Fyrir rétt rúmri viku var alþjóðadagur kvenna haldinn hátíðlegur í hundraðasta sinn. Hundrað árum eftir að deginum var komið á eigum við hins vegar langt í land með að tryggja konum jafnrétti á við karlmenn. Með einu pennastriki virðist Evrópusambandið geta útrýmt fjárhagslegu misrétti sem karlar eru beittir við töku bílatrygginga. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að gera slíkt hið sama við fjárhagslega misréttið sem 17,5% launamunur kynjanna í Evrópusambandinu er? Hugsjónamanneskjan í mér kann að hafa samúð með fótum troðnum karlmönnum. Hún er á því að ranglæti verði ekki bætt með öðru ranglæti. Raunsæismanneskjan í mér er hins vegar á öðru máli. Hún er þeirrar skoðunar að konur ættu þá aðeins að niðurgreiða lélega aksturshæfileika karla með iðgjöldum sínum að þeim hafi verið tryggð jöfn laun. Þangað til geta lægri bílatryggingar konum til handa talist launauppbót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Útvarpið er bilað, önnur framrúðan lokast ekki og einn hjólkoppanna er týndur. Þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum hefur verið lýst sem brotajárni á hjólum. Í umsókn um bílatryggingu sem ég fyllti út á netinu á dögunum ákvað ég að láta þess ógetið. Í Bretlandi fer verð bílatrygginga m.a. eftir því á hvernig bíl maður ekur, hvar maður býr og við hvað maður starfar. Hvorki titillinn „dálkahöfundur", „blaðamaður" né „rithöfundur" uppskar hagstæðu iðgjöldin sem ég leitaði að. Eftir að hafa fiktað aðeins í eyðublaðinu og teygt á starfslýsingu minni með hugmyndafluginu endaði ég með titilinn „prófarkalesari" og lækkað verð. Það var þó ekki fyrr en ég fyllti út reitinn „kyn" sem ég datt í lukkupottinn. Í Bretlandi greiða konur allt að þriðjungi lægri bílatryggingar en karlar. En Adam – eða kannski heldur Eva – var ekki lengi í Paradís. Þrátt fyrir alla konur-eru-svo-lélegir-bílstjórar-brandarana sýna rannsóknir að konur eru langtum betri ökumenn en karlar og hefur slíkt áhættumat legið til grundvallar mismunandi iðgjöldum. Nú hefur Evrópusambandið hins vegar kveðið á um að ekki megi lengur nota kyn umsækjanda sem forsendu þegar tilboð eru gefin í bílatryggingar. Þótt tíminn hafi sorfið hugmyndafræði æskuára minna sem að mestu hefur vikið fyrir pragmatisma og raunsæi hef ég þó enn engan afslátt gefið af jafnréttishugsjóninni. Sem ákafur jafnréttissinni voru fyrstu viðbrögð mín að fagna þessu skrefi að réttlátari heimi. En svo tók kalt raunsæið við. Fyrir rétt rúmri viku var alþjóðadagur kvenna haldinn hátíðlegur í hundraðasta sinn. Hundrað árum eftir að deginum var komið á eigum við hins vegar langt í land með að tryggja konum jafnrétti á við karlmenn. Með einu pennastriki virðist Evrópusambandið geta útrýmt fjárhagslegu misrétti sem karlar eru beittir við töku bílatrygginga. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að gera slíkt hið sama við fjárhagslega misréttið sem 17,5% launamunur kynjanna í Evrópusambandinu er? Hugsjónamanneskjan í mér kann að hafa samúð með fótum troðnum karlmönnum. Hún er á því að ranglæti verði ekki bætt með öðru ranglæti. Raunsæismanneskjan í mér er hins vegar á öðru máli. Hún er þeirrar skoðunar að konur ættu þá aðeins að niðurgreiða lélega aksturshæfileika karla með iðgjöldum sínum að þeim hafi verið tryggð jöfn laun. Þangað til geta lægri bílatryggingar konum til handa talist launauppbót.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun